Merkisat­burð­ir

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

1793 Je­an Sylvain Bailly, fyrsti borg­ar­stjóri Pa­rís­ar, háls­höggv­inn. Hann varð borg­ar­stjóri eft­ir bylt­ing­una 1789 en féll síð­ar í ónáð. 1840 Fr­anski mynd­höggv­ar­inn Augu­ste Rod­in er í heim­inn bor­inn. 1927 Leon Trot­sky er rek­inn úr sov­éska Komm­ún­ista­flokkn­um. 1929 Banda­ríska leik­kon­an Grace Kelly fæð­ist. 1956 Marokkó, Súd­an og Tún­is ganga í Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar. 1967 Síð­ustu tíu íbú­arn­ir flytja úr Flat­ey á Skjálf­anda og hef­ur eyj­an ver­ið í eyði síð­an. Flest­ir urðu íbú­ar Flat­eyj­ar ár­ið 1952 þeg­ar þeir voru 129 tals­ins.

1974 Rit­höf­und­ur­inn Þór­berg­ur Þórð­ar­son deyr á Land­spít­al­an­um í Reykja­vík 86 ára að aldri.

1982 Júrí Andropov verð­ur að­al­rit­ari sov­éska Komm­ún­ista­flokks­ins og leið­togi lands­ins. Hann tók við af Leoníd Brezhnev sem lést tveim­ur dög­um áð­ur.

1996 Boeing 747 vél sádi­ar­ab­íska rík­is­flug­fé­lags­ins og Ilyus­hin II76 vél frá Ka­sakst­an lenda í árekstri í háloft­un­um ná­lægt Nýju-Delí á Indlandi. All­ir 349 sem voru um borð í flug­vél­un­um tveim­ur létu lífið. 1999 Jarð­skjálfti að styrk­leika 7,2 ríð­ur yf­ir norð­vest­ur­hluta Tyrk­lands. Mest varð tjón­ið í Düzce-hér­aði en minnst 845 manns létu lífið og um fimm þús­und slös­uð­ust.

MYND/GETTY

Leik­kon­an Grace Kelly fædd­ist á þess­um degi.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/GVA

Flat­ey á Skjálf­anda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.