Núll

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Guð­mund­ar Brynj­ólfs­son­ar

Nú skrifa ég pist­il sem meið­ir ekki, sær­ir ekki nokk­urn mann (hefði ég átt að skrifa, mann­eskju? – er ég strax kom­inn í vand­ræði?). Öll mál­efni sem varða nokkru verða því lát­in lönd og leið í þetta sinn (eða, er ég þá um leið að úti­loka vissa jað­ar­hópa? Er þetta að klikka hjá mér?). Gott og vel (ég tek bara svona til orða, „gott og vel“ég geri mér grein fyr­ir því að það hafa það ekki all­ir jafn gott og fólki líð­ur mis­vel).

Pistl­ar sem þess­ir eiga ekki að vera ögr­andi. Þeir eiga ekki að vekja til um­hugs­un­ar og alls ekki hrista upp í nein­um (hér er ég ekki að tala um bók­staf­lega hrist­ingu, ekki um lík­am­legt of­beldi – ís­lenska tungu­mál­ið hef­ur bara þenn­an mögu­leika að tala um „að hrista upp í“, þetta er óskylt því sem átt er við með t.d. „shaken ba­by syndrome“sem svo er kall­að á út­lensku – það er of­beldi sem ber að for­dæma). „Bakþankar“heita ein­mitt svo því þar eiga að birt­ast þank­ar sem eiga heima baka­til, og fólk á því ekki að leiða hug­ann að (ég tek fram að þeg­ar ég segi að þank­ar „eigi heima baka­til“er ég ekki með nein­um hætti að niðra rassa og alls ekki að veit­ast að þeim sem hafa þá lík­ams­hluta í há­veg­um (kannski var þetta held­ur ekki pass­andi?)).

Þeg­ar ég ákvað að kalla þenn­an pist­il Núll vissi ég að ég gæti átt það á hættu að ein­hver sæi út úr því orði tölustaf­inn núll, og því um leið far­ið að túlka það gat með klám­fengn­um hætti, en ég verð bara að við­ur­kenna þá dirfsku að ég tók áhætt­una og lét slag standa (með standa er ég ekki að vísa til …).

Það er vand­lif­að – og skrif­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.