Sif Atla­dótt­ir varð í þriðja sæti í kjöri á besta leik­manni sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – hó

Sif Atla­dótt­ur, lands­liðs­kona í knatt­spyrnu og leik­mað­ur Kristianstad, tókst ekki að hreppa hnoss­ið í kjör­inu á besta leik­manni sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar fyr­ir keppn­is­tíma­bil­ið sem lauk um mán­aða­mót­in.

Hún var einn þriggja leik­manna sem til nefnd ir voru til verð­laun­anna, en það var Julia Karler näs sem varð sænsk­ur meist­ari með Piteå sem varð hlut­skörp­ust í kjör­inu. Sif deildi svo öðru til þriðja sæt­inu með sænsku lands­liðs­kon unni Carol ine Se­ger, leik­manni Rosengård.

Sif lék 21 af 22 deild­ar­leikj­um Kristianstad á síð­asta keppn­is­tíma­bili, en hún er burða­rás í vörn liðs­ins. Hún hef­ur leik­ið með sænska lið­inu síð­an ár­ið 2011, en þar leik­ur hún und­ir stjórn Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur.

Kristianstad hafn­aði í fjórða sæti deild­ar­inn­ar í haust, en lið­ið fékk 39 stig og var níu stig­um á eft­ir meist­araliði Piteå.

Sif Atla­dótt­ir var að leika sitt átt­unda keppn­is­tíma­bil fyr­ir Kristianstad. Hún var lyk­il­leik­mað­ur í vörn liðs­ins.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Sif Atla­dótt­ir var eins og klett­ur í vörn Kristianstad.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.