Jafn­væg­ið

Fréttablaðið - - SKOÐUN -

Það er eng­um blöð­um um það að fletta að ár­ið 2018 hef­ur ver­ið – hing­að til að minnsta kosti – sögu­legt ár í lofts­lags­mál­um. Sögu­leg­ir kjarr- og skógar­eld­ar í Evr­ópu, Norð­urA­m­er­íku og As­íu; mann­skæð­ar hita­bylgj­ur beggja vegna Atlantsála, snjó­koma í Sa­hara­eyði­mörk­inni og frosn­ar græ­neðlur í Flórída. Allt eru þetta dæmi um þá öfga­kenndu veðr­áttu sem verð­ur æ al­geng­ari á tím­um lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um.

Á und­an­förn­um mán­uð­um höf­um við jafn­framt feng­ið ít­rek­að­ar áminn­ing­ar um þann veru­leika sem af­kom­end­ur okk­ar munu fá í vöggu­gjöf tak­ist okk­ur ekki að stemma stigu við þess­um breyt­ing­um. Ný­leg skýrsla á veg­um Al­þjóð­lega nátt­úru­vernd­ar­sjóðs­ins sýn­ir fram á það hvernig at­hafn­ir manns­ins hafa leitt til 60 pró­senta fækk­un­ar ein­stak­linga í fylk­ingu hrygg­dýra síð­an ár­ið 1970. Þess­ar og sann­ar­lega fleiri breyt­ing­ar á líf­fræði­leg­um fjöl­breyti­leika nátt­úr­unn­ar hafa átt sér stað á því sem nem­ur augna­bliki í þró­un­ar­sögu Jarð­ar­inn­ar.

Ekk­ert af þessu eru óvænt tíð­indi. Í meg­in­drátt­um eru áhrif­in af gegnd­ar­lausri los­un okk­ur á gróð­ur­húsaloft­teg­und­um kunn og hafa ver­ið það ára­tug­um sam­an.

Önn­ur og ekki síðri ábend­ing um að í óefni stefni birt­ist á dög­un­um í skýrslu Milli­ríkja­nefnd­ar Sa­mein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar (IPCC). Sú skýrsla, sem í raun má kalla mið­ur uppörv­andi sjúk­dóms­grein­ingu fyr­ir plán­et­una, varp­ar ljósi á það að hnatt­ræn hlýn­un stefn­ir að óbreyttu í að hækka um­fram metn­að­ar­fyllri markmið Pa­rís­ar­sam­komu­lags­ins um 1,5 gráð­ur.

Verk­efni lofts­lags­breyt­inga og los­un­ar gróð­ur­húsaloft­teg­unda eru risa­vax­in. Fyr­ir ein­stak­ling­inn eru þau yf­ir­þyrm­andi og virð­ast jafn­vel óyf­ir­stíg­an­leg. Og það er ekki óeðli­legt við­horf, enda mun ein­stak­ling­ur­inn aldrei verða hinn end­an­legi áhrifa­vald­ur í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. Engu að síð­ur er það alla jafna ein­stak­ling­ur­inn sem er lát­inn axla ábyrgð­ina, en ekki fyr­ir­tæk­in sem sann­ar­lega bera hina raun­veru­legu ábyrgð.

Á með­an al­menn­ing­ur hef­ur lagt sitt af mörk­um og tek­ið skyn­sam­legri og um­hverf­i­s­vænni ákvarð­an­ir í tengsl­um við lífs­stíl sinn og venj­ur, þá hef­ur ekk­ert lát ver­ið á notk­un kola hér á landi við fram­leiðslu málma. Í raun hef­ur út­blást­ur gróð­ur­húsaloft­teg­unda í Evr­ópu auk­ist á þessu ári, á sama tíma og af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga raun­ger­ast fyr­ir fram­an nef­ið á okk­ur.

Lofts­lags­breyt­ing­ar verða ekki enda­lok alls. Jörð­in mun spjara sig, eins og hún hef­ur ávallt gert. En það er vafa­samt að gleyma því við­kvæma jafn­vægi sem mynd­að hef­ur kjör­að­stæð­ur fyr­ir mann­kyn að dafna síð­ustu ár­þús­und. Það jafn­vægi – sú stjarn­fræði­lega hend­ing í raun – er hvorki sjálfsagt né var­an­legt fyr­ir­bæri. Krafa okk­ar til yf­ir­valda og stór­fyr­ir­tækja, lögð fram í nafni af­kom­enda okk­ar, um taf­ar­laus­ar og rót­tæk­ar að­gerð­ir ætti að byggja á þeirri ógn sem steðj­ar að þessu jafn­vægi.

Lofts­lags­breyt­ing­ar verða ekki enda­lok alls. Jörð­in mun spjara sig, eins og hún hef­ur ávallt gert.

Kjart­an Hreinn Njáls­son kjart­[email protected]­bla­did.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.