End­ur­skoða verklag hjá Seðla­banka

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Khn

Seðla­banki Ís­lands ( SÍ) hyggst end­ur­skoða verklag sitt í ljósi dóms Hæsta­rétt­ar í máli Sam­herja gegn bank­an­um þar sem stjórn­valds­sekt bank­ans, sem nam 15 millj­ón­um króna, var felld úr gildi. Seðla­bank­inn sekt­aði Sam­herja vegna gruns um að fyr­ir­tæk­ið hefði brot­ið gjald­eyr­is­lög.

Í til­kynn­ingu sem SÍ birti á heima­síðu sinni í gær seg­ir að bank­an­um hafi bor­ið að kæra grun um meiri­hátt­ar brot gegn gjald­eyr­is­lög­um til lög­reglu. Laga­leg­ir ann­mark­ar sem komu í veg fyr­ir að lög­að­il­ar gætu bor­ið refsi­á­byrgð á brot­um á lög­um um gjaldeyrismál hafi síð­an „haft víð­tæk áhrif þar sem sam­bæri­leg­ir ann­mark­ar voru á ann­arri lög­gjöf á fjár­mála­mark­aði allt frá ár­inu 2007“.

Fram kem­ur að Seðla­bank­inn hafi lit­ið á með­ferð máls­ins hjá bank­an­um og sér­stök­um sak­sókn­ara sem sam­fellda og heild­stæða. Það álit hafi ver­ið í sam­ræmi við lög­fræði­álit sem bank­inn hafi afl­að og skýrslu Laga­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands um út­tekt á stjórn­sýslu bank­ans við fram­kvæmd laga um gjaldeyrismál. „End­an­leg nið­ur­staða dóm­stóla ligg­ur nú fyr­ir og mun Seðla­bank- inn meta verklag vegna máls­með­ferð­ar inn­an bank­ans í kjöl­far dóms­ins í til­vik­um sem þess­um,“seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.