Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - [email protected]­bla­did.is

Sann­spár

Sá sem skrif­aði þenn­an dálk í Frétta­blað mánu­dags­ins stakk upp á því að Jón Gn­arr myndi „fara að ný­legu dæmi Banksys og skella mynd­inni í papp­ír­stæt­ar­ann“. Orð­in voru skrif­uð í sam­hengi við stóra Banksy­mál­ið sem hef­ur tröllrið­ið reyk­vískri stjórn­má­laum­ræðu und­an­farna daga og snýst um verð­mæti verks eft­ir Banksy sem Jón Gn­arr fékk að gjöf gegn því að það myndi hanga á skrif­stofu borg­ar­stjóra. Jón hef­ur síð­an sagt að mynd­in sé ódýr eft­ir­prent­un og í gær til­kynnti hann að hann hefði, í sam­ráði við eig­in­konu sína, ákveð­ið að farga verk­inu. Ekki er hægt að full­yrða að þessi hug­mynd hafi kvikn­að við lest­ur á Frétta­blað­inu.

Núll turna stjórnmál

Víða í hinum vest­ræna heimi eru tveir turn­ar alls­ráð­andi í stjórn­mál­un­um. Þetta sést best í Banda­ríkj­un­um en hef­ur einnig ver­ið regl­an lengi í Bretlandi svo fá­ein dæmi séu nefnd. Allt önn­ur mynd birt­ist í könn­un sem MMR birti í gær um fylgi ís­lenskra flokka ef kos­ið yrði til þings í dag. Mið­að við þá könn­un má eig­in­lega tala um að hér sé eng­inn turn. Meira að segja Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem hef­ur lengi getað tal­ist mik­ill turn, mæl­ist ekki með nema nítj­án pró­sent.

Ef horf­ið yrði frá arð­greiðslu­áform­um mætti nýta sam­svar­andi fjár­hæð til gjald­skrár­lækk­ana í Reykja­vík.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.