Helena á heim­leið

Fréttablaðið - - SPORT - – iþs

Helena Sverr­is­dótt­ir er á heim­leið eft­ir stutt stopp hjá Cegl­é­di í Ung­verjalandi.

„Því mið­ur var þetta ekki nógu gott á staðn­um sem ég var á og við er­um að flytja heim. Ekk­ert af því sem var lof­að stóðst,“sagði Helena í sam­tali við Frétta­blað­ið eft­ir æf­ingu ís­lenska lands­liðs­ins í gær. Fram und­an eru leik­ir gegn Slóvakíu og Bosn­íu í undan­keppni HM 2019.

„Ég vil ekki vera að drulla yf­ir þetta en það var ein­hvern veg­inn allt að, inn­an vall­ar sem ut­an; stjórn­in, að­stað­an, að­gang­ur að sjúkra­þjálf­ur­um og lækn­um. Ef ég væri 22 ára og ný­byrj­uð í brans­an­um hefði ég lát­ið mig hafa þetta og klár­að tíma­bil­ið. En ég er með mann og barn og mér finnst óþarfi að við sé­um að ýta okk­ur í gegn­um eitt­hvað sem er ekki þess virði,“sagði Helena.

Hún lék með Hauk­um á ár­un­um 2015-18 og varð Ís­lands­meist­ari með lið­inu á síð­asta tíma­bili. Helena seg­ir óvíst hvar hún leik­ur í vet­ur, enda stutt síð­an hún fékk sig lausa frá Cegl­é­di.

„Veit það ekki. Það kem­ur í ljós. Þetta gerð­ist bara á síð­asta sól­ar­hring. Þjálf­ar­inn úti hætti og fékk að losa samn­ing­inn minn. Við ætl­um bara að skoða þetta. Við höf­um nokkra daga til að hugsa mál­ið,“sagði Helena sem er í sam­búð með körfu­bolta­mann­in­um Finni Atla Magnús­syni. Hann lék með Hauk­um 2015-18 en fékk ný­lega fé­laga­skipti yf­ir í KR.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Helena á lands­liðsæfingu í íþrótta­húsi Fjöln­is í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.