Fyrsti ís­lenski vestr­inn kom­inn

Það hlaut að koma að því að fyrsti ís­lenski vestr­inn liti dags­ins ljós. Um er að ræða skáld­sög­una Hefnd eft­ir lög­fræð­ing­inn Kára Val­týs­son sem fjall­ar um Ís­lend­ing sem verð­ur byssu­brand­ur vestra.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - stef­ant­[email protected]­bla­did.is

Kári Val­týs­son, rit­höf­und­ur og lög­fræð­ing­ur, hef­ur sent frá sér skáld­sög­una Hefnd – sem er vestri, en það er ekki al­gengt sagna­form hér­lend­is þó að Banda­ríkja­mað­ur­inn sé auð­vit­að bú­inn að gera þetta ótal oft. Það sem er sér­stakt við þenn­an vestra hans Kára er að Ís­lend­ing­ur er að­al­hetja hans, Gunn­ar Kjart­ans­son að nafni, og hann þvæl­ist þarna inn í alls kon­ar kú­reka­æv­in­týri. Kári bygg­ir bók­ina á sögu­leg­um at­burð­um og hef­ur með í sög­unni nokkr­ar raun­veru­leg­ar per­són­ur.

„Þetta er vestri og mér skilst að þetta sé sá fyrsti sinn­ar teg­und­ar hér á landi. Ég er sá fyrsti sem ríð­ur á vað­ið hérna meg­in hafs­ins. Ég var í raun að spá í af hverju fólks­flutn­ing­arn­ir miklu urðu, þeg­ar fólk fór að flytj­ast héð­an til Kan­ada – og ár­ið 1866 dúkk­aði alltaf upp í grúsk­inu. Þetta var mik­ið eymd­arár á Íslandi: það var af­ar harð­ur vet­ur, roll­urn­ar voru all­ar fár­sjúk­ar af fjár­kláða og of­an á það átti eng­inn bót fyr­ir bor­una á sér og Dan­irn­ir voru rosa­lega vond­ir við okk­ur. Þetta fannst mér ákaf­lega for­vitni­legt og ég fór að skoða hvað var í gangi hinum meg­in við haf­ið á sama tíma.“

Hinum meg­in við haf­ið var ver­ið að tjasla sam­an Banda­ríkj­un­um eft­ir borg­ara­styrj­öld­ina, það var ver­ið að leggja lest­arteina strand­anna á milli og al­mennt spenn­andi tím­ar þar í gangi – þannig að Kári fór að vinna að því að tengja þessi tvö sögu­svið sam­an.

„Ég fór að pæla í hvernig ég gæti kom­ið Íslendingi í þess­ar aðstæður þannig að það væri ein­hver brú í því og ekki algjör þvæla. Þannig að ég fór að leita heimilda til að kom­ast þang­að. Það tókst á end­an­um og okk­ar mað­ur end­ar í harki á lest­artein­un­um og svo sem byssu­brand­ur. Þannig að þetta byrj­aði sem sagn­fræði­leg­ur áhugi og eitt leiddi af öðru.“

Kári seg­ist vera bú­inn að skrifa heil­an hell­ing fram að þessu þó að Hefnd sé hans fyrsta út­gefna bók – til að mynda skrif­aði hann um lög­fræð­ing í til­vist­ar­kreppu, sem er auk þess eitt­hvað klikk­að­ur, sem er kannski ei­lít­ið nær hans raun­veru­leika en vestr­inn – en sú saga kom aldrei út. Hefnd varð til í kring­um 2015 – og hef­ur ver­ið í þró­un síð­an og Kári seg­ir það sagn­fræði­á­hug­an­um að þakka að þessi „kol­rugl­aða“hug­mynd hafi orð­ið að veru­leika, eins og hann orð­ar það.

Kári er í fullri vinnu hjá Fulltingi sem lög­fræð­ing­ur og grúsk­aði í sagn­fræð­inni og skrif­un­um þess á milli.

„Ég er að vinna á Fulltingi og skrifa svona í hjá­verk­um eins og þeir segja – byrja ekki all­ir þar?“

ÉG FÓR AÐ PÆLA Í HVERNIG ÉG GÆTI KOM­IÐ ÍSLENDINGI Í ÞESS­AR AÐSTÆÐUR ÞANNIG AÐ ÞAÐ VÆRI EIN­HVER BRÚ Í ÞVÍ OG EKKI ALGJÖR ÞVÆLA. ÞANNIG AÐ ÉG FÓR AÐ LEITA HEIMILDA TIL AÐ KOM­AST ÞANG­AÐ. ÞAÐ TÓKST Á END­AN­UM.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ANTON BRINK

Kári grúsk­ar í sagn­fræði og skrif­ar bæk­ur í frí­stund­um en hann starfar sem lög­fræð­ing­ur. Hefnd er fyrsta bók hans sem er gef­in út þó að hann hafi skrif­að þær fleiri. Hug­mynd­in kom eft­ir smá grúsk í sagn­fræði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.