Lág­marks­til­boð 80 pró­sent af eig­in fé

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – hvj

Lág­marks­til­boð í tólf pró­senta hlut sem Lands­bank­inn býð­ur til sölu í Eyri In­vest, kjöl­festu­hlut­hafa Mar­els, er 80 pró­sent af eig­in fé fyr­ir­tæk­is­ins. Mið­að er við eig­ið fé Eyr­is hinn 30. júní að teknu til­liti til breyt­inga sem einkum varða verð­breyt­ing­ar á Mar­el, breyt­inga á gengi evru gagn­vart krónu, fjár­magnslið­um og áætl­uð­um rekstr­ar­kostn­aði. Þetta kem­ur fram í út­boðs­skil­mál­um Lands­bank­ans.

Eign­ir Eyr­is námu 663 millj­ón­um evra í sum­ar og eig­in­fjár­hlut­fall­ið var 69,5 pró­sent. Eig­ið fé fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins var því 461 millj­ón evra í sum­ar, eða um 65 millj­arð­ar króna. Ef tólf pró­senta hlut­ur í Eyri verð­ur seld­ur á bók­færðu eig­ið fé nem­ur virði hans tæp­lega átta millj­örð­um króna. St­andi fjár­fest­um til boða 20 pró­senta af­slátt­ur lækk­ar verð­ið í rúm­lega sex millj­arða.

Fram hef­ur kom­ið í Frétta­blað­inu að bank­inn bjóði til sölu, í heild eða hluta, allt að 12,1 pró­sents hlut í Eyri. Til­boðs­frest­ur renn­ur út á há­degi mið­viku­dag­inn 28. nóv­em­ber. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið hef­ur frá því um miðj­an sept­em­ber sekt­að Lands­bank­ann um hálfa millj­ón króna á dag til þess að knýja á um að bank­inn selji 22 pró­senta hlut sinn í Eyri In­vest. Í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Mark­að­ar­ins kom fram að bank­inn hefði lengi reynt að selja bréf­in í Eyri In­vest og ákvörð­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins gerði það enn brýnna en áð­ur.

Eyr­ir á einnig 43,4 pró­senta hlut í Eyri Sprot­um, sem fjár­fest­ir í ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, og þriðj­ungs­hlut í Efni Media, sem sel­ur vör­ur og þjón­ustu í gegn­um net­ið og sam­fé­lags­miðla.

Stærstu hlut­haf­ar Eyr­is In­vest eru Lands­bank­inn með 22 pró­sent, Þórð­ur Magnús­son stjórn­ar­formað­ur með 19 pró­sent og Árni Odd­ur Þórð­ar­son, son­ur hans og for­stjóri Mar­els, með 16 pró­senta hlut.

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.