Kína hjálp­ar Maduro við þjóð­ar­vökt­un

Fréttablaðið - - MARKAÐURINN - – þea

VENESÚELA Kín­verski tækn­iris­inn ZTE þró­aði svo­köll­uð föð­ur­landskort sem rík­is­stjórn Nicolas Maduro í Venesúela út­být­ir um þess­ar mund­ir til rík­is­borg­ara. Reu­ters greindi frá mál­inu og sagði að ZTE hefði feng­ið and­virði tæpra níu millj­arða króna fyr­ir að gera svo­kall­að­an föð­ur­lands­gagna­grunn og greiðslu­kerfi fyr­ir kort­in.

Föð­ur­landskort­in nýt­ast til að kaupa nið­ur­greidd­an mat af rík­inu, sækja heil­brigð­is­þjón­ustu og aðra fé­lags­lega þjón­ustu. Á þessa þjón­ustu þurfa Venesúela­menn að reiða sig vegna ham­fara­kennds efna­hags­ástands. Kort­in hafa vak­ið áhyggj­ur. Eru þau álit­in verk­færi til að fylgj­ast með lýðn­um og sjá til þess að stuðn­ings­menn for­seta fái mestu og bestu þjón­ust­una.

NORDICPHOTOS/AFP

Kona kyss­ir nýtt föð­ur­landskort sitt í höf­uð­borg­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.