Hvenær byrj­ar skamm­deg­ið og hvenær end­ar það?

Fréttablaðið - - TILVERAN - Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur

„Hægt er að svara því til hvenær skamm­deg­ið hefst og hvenær því lýk­ur á nokkra vegu,“seg­ir Ein­ar Svein­björns­son, veð­ur­fræð­ing­ur.

„Ein­fald­ast er að segja að svart­asta skamm­deg­ið sé í des­em­ber og janú­ar. Aðr­ir myndu kannski segja að ná­kvæm­ara væri að halda sig við gömlu mán­uð­ina. Að skamm­deg­ið hæf­ist með ýli, þ.e. í 5. viku vetr­ar á tíma­bil­inu 20. til 27. nóv­em­ber og fram í lok mörsugs, 19. til 26. janú­ar. Með þorra­byrj­un lýk­ur því svart­asta skamm­deg­inu.

Svo er það vís­inda­legri nálg­un. Þeg­ar sól­ar­hæð á há­degi fer und­ir 9° yf­ir sjón­deild­ar­hring­inn ná geisl­ar henn­ar ekki að hita yf­ir­borð­ið. Sunn­an­lands er sól­in lægra á lofti en þetta frá 10. nóv­em­ber til 2. fe­brú­ar. Norð­an til er slíkt tíma­bil ívið lengra.

Svo eiga menn ýms­ar einka­skil­grein­ing­ar. Þeg­ar ég var í grunn­skóla í Hafnar­firði fannst mér það skamm­degi þeg­ar ekki var enn far­ið að birta í morg­un­frí­mín­út­um sem byrj­uðu ef ég man rétt 09.50. Þetta var á að­vent­unni, en fljót­lega eft­ir jóla­frí, kannski um 15. janú­ar var far­ið að birta af degi í frí­mín­út­un­um.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.