Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Adal­[email protected]­bla­did.is thor­ar­[email protected]­bla­did.is

Best­ur í fýlu

Fýlukall­inn sem Jón Gn­arr er að leika þessa daga er einn allra besti karakt­er sem hann hef­ur skap­að. Hann nær full­kom­lega hinum fúl­lynda kalli sem kom­ist hef­ur upp um og orð­ið hef­ur að at­hlægi. Þenn­an hé­góm­lega en við­kvæma karakt­er sem Jón er að leika þekkj­um við flest. Þenn­an sem þyk­ist þekkja ein­hvern fræg­an eða eiga hlut sem eng­inn ann­ar á. Þeg­ar upp kemst að allt er í plati og við­kom­andi er bara venju­leg­ur eins og við hin, bregst hann við eins og at­hygl­is­sjúk­ur fýlu­púki. Jón er lang­best­ur í fýlu.

Skatt­skylt rusl

Eft­ir að hafa far­ið í nokkra hringi með Banksy-verk­ið sem hon­um áskotn­að­ist er Jón Gn­arr bú­inn að henda því á haug­ana. Þannig að það sem í upp­hafi var ómet­an­leg gjöf, hlað­in til­finn­inga­legu gildi fyr­ir Jón, end­aði sem hræ­bil­l­egt, út­prent­að við­hengi í tölvu­pósti sem var trill­að á haug­ana. Lög­mað­ur­inn Óm­ar R. Valdi­mars­son bend­ir þó á það á Face­book að Jón er ekki endi­lega laus allra mála með því að henda Banksy í rusl­ið. „Bara svona til ábend­ing­ar fyr­ir Jón, þá mun förg­un verks­ins ekki forða hon­um frá skatt­greiðsl­um vegna þess.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.