Afríka: Skyggni ágætt

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þor­vald­ur Gylfa­son

Reykja­vík— Afríka er ráð­gáta, og gát­an er þessi: Hvers vegna hef­ur sjálf­stæð­um Afríku­þjóð­um ekki geng­ið bet­ur en raun ber vitni að bjarga sér und­an ör­birgð og eymd? – því til­efn­ið er ær­ið og æp­ir há­stöf­um á heims­byggð­ina. Sum­ir halda því fram, þeir eru þó ekki marg­ir, að Afríka sé með ein­hverju móti ekki til þess fall­in að lifa góðu og mann­sæm­andi lífi, en þeir eru að minni hyggju á rangri braut. Í þess­ari grein og þrem öðr­um ætla ég að gera í gróf­um drátt­um grein fyr­ir skoð­un minni á hög­um Afríku og fram­tíð­ar­horf­um þessa mikla meg­in­lands.

Vagga okk­ar allra

En fyrst þetta: Þeir sem halda að Afríku­menn kunni ekki að lifa líf­inu lif­andi ættu kannski að fara í afr­ískt leik­hús. Þar sá ég og heyrði svo al­menn­an og inni­leg­an fögn­uð að ég horfði frek­ar aft­ur fyr­ir mig á fólk­ið í saln­um en á leik­ar­ana uppi á sviði. Sal­ur­inn var sneisa­full­ur, fólk­ið sat einnig með­fram veggj­un­um, þetta var í Lú­söku, höf­uð­borg Samb­íu, slökkvi­lið­ið hefði senni­lega rutt sal­inn hefði það ver­ið til­tækt, feð­ur og mæð­ur sátu þarna með sof­andi börn í fang­inu og ljóm­uðu af gleði. Og þeir sem halda að Afríku séu all­ar bjarg­ir bann­að­ar ættu að vill­ast í afr­ískri borg því þá mæt­ir þeim óvenju­leg hjálp­semi: Ég hafði mis­skil­ið leið­bein­ing­ar þriggja ung­lings­stelpna í Maserú, höf­uð­borg háfjalla­lands­ins Lesótó, og villzt af réttri leið og þá komu þær hlaup­andi á eft­ir mér lang­ar leið­ir laf­móð­ar upp bratt­ar brekk­ur til að leið­rétta mis­skiln­ing­inn.

Þannig er Afríka: Bros­andi, hjálp­söm, sól­rík, söngvin og vonglöð í dags­ins önn – og einnig mörk­uð af gríð­ar­legu og djúpu drama, nema hvað. Þang­að streyma ferða­menn sem aldrei fyrr. Mörg beztu hót­el heims­ins eru nú í Afríku. Þar gista að vísu einkum er­lend­ir ferða­menn enn sem kom­ið er, en þarna er mjór vís­ir að mikl­um upp­gangi enda hef­ur Afríka upp á margt að bjóða: Geðs­legt, gest­ris­ið og glað­vært fólk, nátt­úru­feg­urð, forna menn­ingu, milt og gott veð­ur víða, mikl­ar víð­átt­ur og óvið­jafn­an­legt villi­dýra­líf. Þarna stend­ur vagga manns­ins. Elztu mann­vist­ar­leif­ar heims­ins liggja í Suð­ur-Afríku.

Afrísk list

Og svo þetta: Eitt merk­asta fram­lag Banda­ríkj­anna til heims­menn­ing­ar­inn­ar á öld­inni sem leið var djass­inn, sköp­un­ar­verk banda­rískra blökku­manna með Lou­is Armstrong í broddi fylk­ing­ar. Mun­um einnig hvernig Pa­blo Picasso fór að því að marka sér af­burða­stöðu með­al evr­ópskra mynd­list­ar­manna: Hann fór að vísu aldrei til Afríku, en hann lærði af afr­ískri list að mála og móta nýja teg­und manna­mynda í ný­stár­leg­um hlut­föll­um. Ég hef hitt unga mynd­höggv­ara báð­um meg­in við Sam­besí-fljót­ið sem skil­ur að Samb­íu og Simba­bve í sunn­an­verðri Afríku. Þeir meitla sviprík­ar, af­skekkt­ar and­lits­mynd­ir í tré og stein, mynd­ir eins og þær sem for­feð­ur þeirra hafa meitl­að mann fram af manni líkt og Picasso, en þeir höfðu þó hvorki heyrt get­ið um Picasso né far­ið yf­ir ána. Afrísk mynd­list vek­ur æ meiri eft­ir­tekt um all­an heim eins og t.d. Afríku­deild­in í Brit­ish Mu­se­um í London vitn­ar um.

Þykk þoka? Þung­fær leið?

Mig lang­ar í þess­ari greinasyrpu að reyna að út­mála ástand Afríku í stuttu máli fyr­ir les­and­an­um til að sýna að álf­an mikla hef­ur þrátt fyr­ir allt tek­ið ýms­um fram­förum þótt hún eigi enn að sönnu langt í land. Leið­in frá Íslandi til Afríku og aft­ur heim er styttri en marg­ir halda. Lífs­kjör á Íslandi á æsku­ár­um þeirr­ar kyn­slóð­ar sem nú er á miðj­um aldri eru svip­uð þeim kjör­um sem sum stönd­ug­ustu Afríku­lönd­in eins og Má­ritíus, Botsvana, Suð­ur-Afríka og Namibía búa nú við.

Hvað geta Afríku­þjóð­irn­ar lært af okk­ur hinum um greið­fær­ar leið­ir að löngu og virðu­legu lífi við sóma­sam­leg kjör? Hér verð­ur eng­um alls­herj­ar­lausn­um teflt fram, held­ur að­eins veik­burða bolla­legg­ing­um í þeirri von að þær megi verða til að greiða úr þykkri þoku á þung­færri leið. Meira næst.

Þannig er Afríka: Bros­andi, hjálp­söm, sól­rík, söngvin og vonglöð í dags­ins önn – og einnig mörk­uð af gríð­ar­legu og djúpu drama, nema hvað. Þang­að streyma ferða­menn sem aldrei fyrr.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.