Mar­grét hætt­ir vegna veik­inda

Fréttablaðið - - SPORT - – hó

Breiða­blik sendi frá sér til­kynn­ingu í gær þar sem fram kom að Mar­grét St­ur­laugs­dótt­ir hafi ósk­að eft­ir því að hætta störf­um sem þjálf­ari kvenna­liðs fé­lags­ins í körfu­bolta vegna veik­inda sinna.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að hún hafi ver­ið að glíma við erf­ið veik­indi og ætli nú að huga að heilsu sinni í fram­hald­inu. Ekki ligg­ur fyr­ir hver tek­ur við starf­inu af Mar­gréti en leit stend­ur yf­ir að að­ila til þess að stýra lið­inu út leiktíð­ina.

Breiða­blik, sem er ný­liði í Dom­ino’s-deild­inni, er stiga­laust á botni deild­ar­inn­ar eft­ir átta um­ferð­ir. Lið­ið hef­ur hins veg­ar leik­ið vel það sem af er leiktíð­ar og ver­ið ná­lægt því í mörg­um leikj­um að brjóta ís­inn með sigri.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/ERNIR

Mar­grét stýrði Breiða­bliki í átta deild­ar­leikj­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.