Aldrei upp­lif­að neitt þessu líkt

Tíu leik­menn eru fjar­ver­andi hjá ís­lenska lands­lið­inu sem mæt­ir Belg­íu í kvöld. Í gær bætt­ust nafn­arn­ir Birk­ir Már Sæv­ars­son og Birk­ir Bjarna­son á meiðslalist­ann. Fyr­ir­lið­inn ánægð­ur með að vera kom­inn aft­ur.

Fréttablaðið - - SPORT - ing­vit­[email protected]­bla­did.is

„Ég hef ver­ið þjálf­ari í rúm­lega 35 ár og aldrei upp­lif­að neitt þessu líkt,“sagði Erik Hamrén, þjálf­ari ís­lenska karla­lands­liðs­ins í fót­bolta, á blaða­manna­fundi í gær.

Það er ekki nema von að þeim sænska fall­ist hend­ur enda eru tíu leik­menn frá vegna meiðsla hjá ís­lenska lið­inu fyr­ir leik­inn gegn Belg­íu í Þjóða­deild­inni í kvöld. Í gær bætt­ust Birk­ir Bjarna­son og Birk­ir Már Sæv­ars­son á meiðslalist­ann. Fyr­ir á hon­um voru Gylfi Þór Sig­urðs­son, Jó­hann Berg Guð­munds­son, Emil Hall­freðs­son, Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son, Jón Daði Böðv­ars­son, Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, Björn Berg­mann Sig­urð­ar­son og Ragn­ar Sig­urðs­son. Næst­um heilt byrj­un­arlið er frá og fram und­an er leik­ur gegn ógn­ar­sterk­um Belg­um; bronslið­inu frá HM í sum­ar.

„Þetta er risa­stór áskor­un. Þeir eru í efsta sæti heimslist­ans en við í 36. sæti hans. Ef þú lít­ur raun­sætt á mál­ið ættu þeir að vinna ör­ugg­lega. En þetta er fótbolti og stund­um kem­ur litla lið­ið á óvart. Það er gald­ur­inn við fót­bolt­ann,“sagði Hamrén.

Sví­inn stýr­ir ís­lenska lið­inu í fimmta sinn í kvöld. Uppsker­an í fyrstu fjór­um leikj­un­um und­ir stjórn Hamréns var að­eins eitt jafn­tefli og þrjú töp, þ. á m. 6-0 tap fyr­ir Sviss í fyrsta leikn­um í Þjóða­deild­inni. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikn­ing­inn hjá ís­lenska lið­inu en Hamrén seg­ir að það sé ekki eina ástæð­an fyr­ir slök­um úr­slit­um. „Við höf­um ekki ver­ið nógu góð­ir,“sagði Hamrén og benti enn frem­ur á að and­stæð­ing­ar Ís­lands í fyrstu leikj­un­um und­ir hans stjórn hefðu ver­ið gríð­ar­sterk­ir.

Fyr­ir­lið­inn Aron Ein­ar Gunn­ars­son leik­ur í kvöld sinn fyrsta lands­leik frá því á HM.

„Að vera mætt­ur aft­ur í lands­lið­ið er mér mik­il­vægt. Að vera í kring­um strák­ana og hóp­inn og fá þessa til­finn­ingu. Það er spenna sem fylg­ir því að spila á móti stórri þjóð,“sagði Aron Ein­ar á blaða­manna­fund­in­um.

Að­spurð­ur sagði Aron Ein­ar að hugs­an­lega ætti þátt­taka Ís­lands á HM í sum­ar sinn þátt í þeim miklu meiðsl­um sem hafa herj­að á lið­ið. „Það er erfitt að út­skýra þetta en það get­ur ver­ið að HM spili inn í. En þetta var ekki svona mik­ið eft­ir EM. Þótt marg­ir hafi ver­ið sein­ir í gang með sín­um fé­lagslið­um var ekki jafn mik­ið um meiðsli og núna,“sagði fyr­ir­lið­inn.

Byrj­un­arlið Ís­lands gegn Belg­íu gæti ver­ið nokk­uð breytt frá síð­ustu ár­um. Yngri leik­menn gætu feng­ið tæki­færi og stimpl­að sig inn fyr­ir undan­keppni EM sem hefst á næsta ári. Með­al þeirra er Arn­ór Sig­urðs­son sem er í lands­lið­inu í fyrsta sinn.

„Við þurf­um að búa til leik­menn. Núna er einn 19 ára í hópn­um í fyrsta sinn. Hann spil­ar með CSKA Moskvu í Meist­ara­deild Evr­ópu. Við er­um með leik­menn sem gætu orð­ið góð­ir í fram­tíð­inni,“sagði Hamrén sem er með­vit­að­ur um að ekki eru all­ar kyn­slóð­ir jafn sterk­ar hjá jafn fá­mennri þjóð og Ís­lend­ing­um.

„Þetta er sveiflu­kennd­ara hjá þjóð eins og okk­ur. Við er­um enn með frá­bæra kyn­slóð sem held­ur von­andi áfram að skila sínu. Svo sjá­um við hverj­ir koma upp en ég er bjart­sýnn.“

NORDICPHOTOS/AFP

Lokaæf­ing ís­lenska liðs­ins fyr­ir leik­inn gegn Belg­íu í Þjóða­deild­inni fór fram á keppn­is­vell­in­um King Baudou­in Sta­di­um í Brus­sel.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.