Lafði Mac­beth í Hvíta hús­inu

Fréttablaðið - - BÍÓ - Þór­ar­inn Þór­ar­ins­son

Hou­se of Cards 6

Net­flix Að­al­hlut­verk: Robin Wright, Michael Kelly, Dia­ne La­ne

Hou­se of Cards-þætt­irn­ir mörk­uðu upp­haf­ið að vel­gengni efn­isveit­unn­ar Net­flix enda frá­bær­ir þætt­ir sem fóru gríð­ar­lega vel af stað. Sið­leys­ing­inn Fr­anc­is Und­erwood var mið­punkt­ur­inn í safa­ríkri at­burða­rás­inni þar sem all­ar aðr­ar per­són­ur voru peð í valdatafli hans. Nema kannski Claire, eig­in­kona hans, sem keyrði eig­in­mann­inn áfram í frama­pot­inu af sturl­uð­um metn­aði sem lafði Mac­beth hefði varla getað stað­ið und­ir.

Fyrstu fjór­ar serí­urn­ar ríg­héldu og spenn­an var slík að bið­in milli þáttarað­anna tók á. Þeg­ar hjón­in höfðu hins veg­ar náð loka­tak­marki sínu og kom­ið sér vel fyr­ir í Hvíta hús­inu byrj­aði spenn­an að fjara út þótt hún magn­að­ist að sama skapi á milli sið­blindra for­seta­hjón­anna.

Ekki þarf að hafa mörg orð um óvænt enda­lok Kevins Spacey í Hou­se of Cards. Þessi frá­bæri leik­ari, sem er dyggi­lega studd­ur af Robin Wright í hlut­verki Claire, reynd­ist í raun­veru­leik­an­um næst­um vera skunk­ur á pari við Fr­anc­is Und­erwood.

#MeToo-hrað­lest­in strauj­aði yf­ir leik­ar­ann þeg­ar ásök­un­um ungra manna um kyn­ferð­is­lega áreitni rigndi yf­ir hann og hon­um var um­svifa­laust spark­að úr Hou­se of Cards.

Þrátt fyr­ir slag­kraft­inn sem Spacey hafði gef­ið Fr­anc­is hefði brott­hvarf hans ekki þurft að koma að sök. Og ger­ir það í raun ekki þótt þessi há­drama­tíski lokakafli sé með þeim slöpp­ustu í þáttar­öð­inni eins og hún legg­ur sig.

All­ar góð­ar sög­ur þurfa vita­skuld að hafa al­menni­leg­an skúrk og eng­inn skort­ur er á slík­um í Hou­se of Cards og að Frank gengn­um er Claire þar fremst með­al jafn­ingja.

Þrátt fyr­ir þetta og lit­skrúð­ugt og fanta­vel leik­ið per­sónugalle­rí­ið er hol­ur hljóm­ur í þess­um enda­spretti og þrátt fyr­ir næg tæki­færi næst ekki að keyra upp spennu á við þá sem ríg­hélt áhorf­end­um við efn­ið í upp­hafi.

Femín­ísk feðra­veld­is­bylt­ing

Með því áhuga­verð­asta við sjöttu serí­una er að það er ekki nóg með að Spacey sé skol­að út með sínu for­tíð­ar­skólpi held­ur er um leið gerð kvenna­bylt­ing í þátt­un­um. Claire er orð­in for­seti og rað­ar kon­um í öll helstu embætti. Claire er þó ekki hug­sjóna­heit­ur femín­isti og þarna eins og í öllu sem hún ger­ir, og eig­in­mað­ur henn­ar áð­ur, helg­ar til­gang­ur­inn með­al­ið.

Þá er ekki síð­ur áhuga­vert að Claire er lát­in sýna óþægi­lega Trump-takta og ein­ræð­istil­burði í til­raun­um sín­um til þess að þagga nið­ur í fjöl­miðl­um og fyr­ir­litn­ingu á stjórn­skip­an og lýð­ræð­is­leg­um ferl­um. Á með­an femín­ísk bylt­ing Claire virð­ist á yf­ir­borð­inu ægi­lega já­kvætt skref í af­þrey­ing­ar­menn­ing­unni þá eru skila­boð­in í und­irtext­an­um skýr: Kjós­ið konu í Hvíta hús­ið og heimsend­ir er hand­an við horn­ið.

Burt­séð frá þessu öllu þá eiga kon­urn­ar samt svið­ið og sam­skipti þeirra og köld ráð gera heil­mik­ið fyr­ir plott­ið. Dia­ne La­ne er bráð­skemmti­leg og skæð í hlut­verki Ann­ette Shepherd, mold­ríkr­ar æsku­vin­konu Claire, sem svífst einskis og lít­ur á þing­menn og for­seta eins og hverja aðra fjár­fest­ingu.

Stam­per stend­ur fyr­ir sínu

Lars Mikk­el­sen, stóri bróð­ir Mads, er sem fyrr ís­kald­ur og ógn­andi í hlut­verki Vikt­ors Petrov, for­seta Rúss­lands, sem á sér aug­ljósa

fyr­ir­mynd í Pútín. Sá flá­ráð­ur hef­ur óþægi­lega marga banda­ríska þræði í hönd­um sér þótt Claire sé að sjálf­sögðu ekki sama gólftusk­an í sam­skipt­um þeirra og Trump gagn­vart Pútín.

Dough Stam­per, sku­til­sveinn Fr­anc­is frá upp­hafi, er fyr­ir ut­an Und­erwood-hjón­in hættu­leg­asta per­sóna þátt­anna. Trúr Fr­anc­is hef­ur hann fram­ið ótrú­leg ill­virki fyr­ir sinn mann og stend­ur enn vörð um hann þótt hann sé dauð­ur.

Michael Kelly er frá­bær í túlk­un sinni á Dough sem er skugga­lega óstöð­ug­ur þótt hann sé yf­ir­leitt ís­kald­ur og yf­ir­veg­að­ur. Hann stend­ur fylli­lega fyr­ir sínu sem stað­geng­ill Franks í þess­um næst­um óþarfa lokakafla.

Átök­in og und­ir­liggj­andi hatr­ið í sam­bandi Dough og Claire er í raun eini al­vöru spennu­vald­ur­inn í þess­um lokakafla og það veg­ur nú bara ansi þungt, sér­stak­lega þeg­ar þess­ar vara­sömu per­són­ur lifna við í með­för­um jafn frá­bærra leik­ara og Wright og Kelly.

NIЭUR­STAÐA: Hou­se of Cards fjar­ar út í hálf­gerðri lá­deyðu sem skrif­ast síð­ur en svo ein­göngu á æp­andi fjar­veru Kevins Spacey. Þau sem eft­ir standa skila sínu sem fyrr með mikl­um sóma en það var kom­in þreyta í þetta áð­ur en Spacey var rek­inn og í raun hefði ver­ið sjálfsagt að drepa þætt­ina um leið og fer­il að­al­leik­ar­ans.

Robin Wright tek­ur svið­ið í Hou­se of Cards og Claire, per­sóna henn­ar, berst með kjafti og klóm til þess að halda völd­um sín­um í Hvíta hús­inu og gef­ur eig­in­mann­in­um, Fr­anc­is Und­erwood heitn­um, ekk­ert eft­ir í þeim efn­um.

Dough Stam­per, hand­bendi Fr­anc­is, held­ur spenn­unni uppi ásamt Claire.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.