Vik­an

Jón Gn­arr virð­ist hafa farg­að plakati með mynd eft­ir Banksy í kjöl­far gagn­rýnn­ar um­fjöll­un­ar. Þá er tal­ið að lík tveggja Ís­lend­inga, sem hurfu á göngu í Himalaja­fjöll­um fyr­ir 30 ár­um, séu fund­in. Mynda­sögu­höf­und­ur­inn frægi St­an Lee lést í vik­unni og Hæs

Fréttablaðið - - TILVERAN -

Jón los­ar sig við um­deilt Banksy-plakat

Eft­ir­prent­un af verki lista­manns­ins Banksys varð óvænt að einu stærsta frétta­máli vik­unn­ar eft­ir að Frétta­blað­ið greindi frá því að verk­ið, sem áð­ur hékk á borg­ar­stjóra­skrif­stofu Jóns Gn­arrs, væri nú kom­ið upp á vegg á heim­ili hans. Jón sagð­ist telja að verk­ið væri gjöf til hans per­sónu­lega en ekki borg­ar­inn­ar. Strang­ar regl­ur gilda um gjaf­ir sem kjörn­ir full­trú­ar mega þiggja. Jón sagði að um ódýrt plakat væri að ræða, en ekki raun­veru­legt verk eft­ir Banksy.

Í gær virð­ist Jón hafa los­að sig við verk­ið um­deilda en hann birti mynd­ir á Twitter-síðu sinni þar sem því hafði ver­ið kom­ið fyr­ir í flutn­inga­bíl. Hluti verks­ins virð­ist hafa orð­ið fyr­ir skemmd­um.

Lík Þor­steins og Krist­ins fund­in eft­ir þrjá­tíu ár

Tal­ið er að lík tveggja ís­lenskra karl­manna, sem hurfu á göngu í Himalaja­fjöll­um fyr­ir 30 ár­um, séu fund­in. Menn­irn­ir hurfu spor­laust við klif­ur á fjall­inu Pu­mo

Ri í októ­ber ár­ið 1988. Fjall­ið er í norð­aust­ur­hluta Nepal, nokkra kíló­metra frá Ev­erest. Þeir Þor­steinn Guð­jóns­son og Krist­inn Rún­ars­son voru báð­ir 27 ára þeg­ar þeir lögðu upp í göng­una ásamt tveim­ur öðr­um göngu­mönn­um, þeim Jóni Geirs­syni og Stephen Aist­horpe. Hin­ir síð­ar­nefndu þurftu frá að hverfa vegna veik­inda og Þor­steinn og Krist­inn héldu tveir af stað í átt að toppn­um. Eng­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar hafa feng­ist um hvarf þeirra fyrr en nú, þrjá­tíu ár­um síð­ar.

Mynda­sögu­höf­und­ur­inn St­an Lee lát­inn

Mynda­sögu­höf­und­ur­inn St­an Lee er fall­inn frá, 95 ára að aldri. Hann blés lífi í Spi­der-Man, Iron Man, The Hulk, Cap­intain America, Thor og fleiri þeg­ar hann starf­aði hjá Mar­vel. Lee hóf fer­il sinn hjá mynda­sög­uris­an­um DC-Comics, sem stát­ar af hetj­um á borð við Superm­an, Wond­er Wom­an, Aquam­an og Batman. Þeg­ar Lee yf­ir­gaf DC fyr­ir Mar­vel gæddi hann hetj­ur sín­ar mann­leg­um breysk­leik­um og veik­leik­um. Í því mann­lega eðli teikni­mynda­hetj­anna ligg­ur styrk­ur þeirra og frum­for­senda þess að Mar­vel-bíó­mynd­irn­ar njóta mun meiri hylli en of­ur­hetj­ur DC sem eru hálfguð­ir.

Hæstirétt­ur seg­ir Seðla­bank­ann á villi­göt­um

Hæstirétt­ur stað­festi að Seðla­banka Ís­lands var óheim­ilt að taka upp mál Sam­herja eft­ir að sér­stak­ur sak­sókn­ari hafði fellt það nið­ur sem saka­mál. 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem bank­inn lagði á út­gerð­ina var felld nið­ur. Mála­rekst­ur Seðla­bank­ans stóð í tæp sjö ár. Seðla­bank­inn til­kynnti í kjöl­far­ið að hann myndi meta verklag vegna máls­með­ferð­ar inn­an bank­ans í til­vik­um sem þess­um. Bank­inn seg­ir að sam­kvæmt lög­um um gjald­eyr­is­mál beri Seðla­bank­an­um að kæra grun um meiri­hátt­ar brot til lög­reglu en bank­inn hafi heim­ild­ir til að sekta í öðr­um mál­um.

Svo virð­ist sem Jón hafi los­að sig við plakat­ið um­deilda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.