Skora tæp þrjú mörk að með­al­tali í leik

Fréttablaðið - - SPORT -

Ís­land mæt­ir besta lands­liði heims í dag, ef marka má heimslista FIFA. Belg­ía er á toppi list­ans enda hef­ur ár­ang­ur liðs­ins und­an­far­in tvö ár ver­ið frá­bær.

Belg­ar töp­uðu fyrsta leikn­um und­ir stjórn Ro­berto Martín­ez, 0-2 gegn Spán­verj­um, en hafa að­eins tap­að ein­um af síð­ustu 30 leikj­um sín­um. Það var gegn Frökk­um í undanúr­slit­um Heims­meist­ara­móts­ins í Rússlandi. Belg­ar unnu hina sex leiki sína á HM og end­uðu í 3. sæti sem er besti ár­ang­ur þeirra frá upp­hafi.

Martín­ez hef­ur stýrt Belg­um í 31 leik. Belg­ía hef­ur unn­ið 23 af þess­um leikj­um, gert sex jafn­tefli og að­eins tap­að tveim­ur. Marka­tal­an er

90-25 og Belg­ar hafa því skor­að 2,9 mörk að með­al­tali í leik und­ir stjórn Martín­ez.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.