Hol­lensk ferða­skrif­stofa býð­ur beint flug norð­ur til Akur­eyr­ar

„Ferða­menn vilja sjá meira en Gullna hring­inn,“seg­ir fram­kvæmda­stjóri hol­lensku ferða­skrif­stof­unn­ar Voigt Tra­vel sem sér­hæf­ir sig í ferð­um á norð­ur­slóð­ir. Ætla að fljúga beint til Akur­eyr­ar frá og með næsta sumri. Bæj­ar­stjór­inn á Akur­eyri seg­ir þetta endu

Fréttablaðið - - +PLÚS - FRÉTTA­BLAЭIÐ/PJETUR [email protected]­bla­did.is

FERÐAÞJÓNUSTA Hol­lenska ferða­skrif­stof­an Voigt Tra­vel ætl­ar að bjóða flug til Akur­eyr­ar frá og með næsta sumri og hyggst einnig selja hol­lensk­um ferða­mönn­um flug­ferð­ir þang­að næsta vet­ur. Frétt­ir um að upp­setn­ing ILS-bún­að­ar yrði lok­ið næsta sum­ar á Akur­eyr­arflug­velli hafði mik­il áhrif á ákvörð­un ferða­skrif­stof­unn­ar. Fram­kvæmda­stjóri Voigt Tra­vel seg­ir ferða­menn vilja sjá meira en bara Gullna hring­inn.

„Þessu fögn­um við og þetta mun hafa já­kvæð áhrif á allt Norð­ur­land. Þessi áform end­ur­spegla líka þörf­ina á upp­bygg­ingu flug­vall­ar­ins,“seg­ir Ást­hild­ur St­urlu­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri.

„Við þurf­um að dreifa ferða­mönn­um bet­ur um land­ið með því að opna fleiri gátt­ir inn í land­ið, bæði til að nýta bet­ur þá fjár­fest­ingu sem til er í ferða­þjón­ustu vítt og breitt um land­ið auk þess að vernda við­kvæma ís­lenska nátt­úru.“

Ferða­skrif­stof­an Super Break á Bret­lands­eyj­um er nú að hefja ann­an vet­ur­inn í áætl­un­ar­ferð­um til Akur­eyr­ar en vel hef­ur geng­ið hjá þeim að selja ferð­ir norð­ur. Mark­aðs­stofa Norð­ur­lands og Flug­klas­inn á Norð­ur­landi hafa leitt verk­efn­ið og nú standa yf­ir við­ræð­ur við ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki á Norð­ur­landi um sam­starf við Voigt Tra­vel og þjón­ustu við far­þega.

Voigt Tra­vel er ferða­skrif­stofa í Hollandi með um þriggja ára­tuga reynslu af ferð­um á norð­ur­slóð­ir, þá helst til Sk­andi­nav­íu. Nú er stefn­an sett á að stækka svæð­ið og bjóða upp á Akur­eyri sem kost bæði að sumri og vetri.

„Þó að þetta sé minna þekkt­ur áfanga­stað­ur á hinu vin­sæla Íslandi, þá þýð­ir það í raun að hann er meira að­lað­andi í aug­um ferða­manns­ins sem vill upp­lifa meira en Gullna hring­inn. Slíkt pass­ar mjög vel við stefnu Voigt Tra­vel, því markmið okk­ar er að við­skipta­vin­ir okk­ar kynn­ist bet­ur hinum óþekktu svæð­um í Norð­ur-Evr­ópu með flugi beint frá Hollandi,“seg­ir Cees van den Bosch, fram­kvæmda­stjóri Voigt Tra­vel.

Ferða­þjón­ustu­að­il­ar eru mjög ánægð­ir með þessa við­bót sem mun styrkja heils­árs­ferða­mennsku á Norð­ur­landi og dreifa ferða­mönn­um bet­ur um land­ið.

„Hér er afrakst­ur vinnu síð­ustu ára að koma í ljós. Það er ljóst að beint milli­landa­flug á veg­um ferða­skrif­stof­unn­ar Super Break frá Bretlandi til Akur­eyr­ar hef­ur haft já­kvæð áhrif á þró­un milli­landa­flugs um Akur­eyr­arflug­völl og vak­ið at­hygli fleiri ferða­skrif­stofa og flug­fé­laga á áfanga­staðn­um,“seg­ir Hjalti Páll Þór­ar­ins­son, verk­efna­stjóri Flug­klas­ans Air 66N.

Þó að þetta sé minna þekkt­ur áfanga­stað­ur á hinu vin­sæla Íslandi, þá þýð­ir það í raun að hann er meira að­lað­andi í aug­um ferða­manns­ins. Cees van den Bosch, fram­kvæmda­stjóri Voigt Tra­vel

Áform Voigt Tra­vel sýna að þörf er á upp­bygg­ingu við flug­völl­inn á Akur­eyri að mati bæj­ar­stjóra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.