Fín frammistaða í ljósi að­stæðna en 2-0 tap fyr­ir Belg­um stað­reynd.

Ís­land spil­aði þétt­an varn­ar­leik þeg­ar lið­ið sótti Belg­íu heim í loka­leik sín­um í A-deild Þjóða­deild­ar UEFA í knatt­spyrnu karla í gær­kvöldi. Mic­hy Bats­huayi reynd­ist hins veg­ar ís­lenska lið­inu erf­ið­ur í þess­um leik.

Fréttablaðið - - News - hjor­[email protected]­bla­did.is

Það er með hrein­um ólík­ind­um hversu óhepp­ið ís­lenska karla­lands­lið­ið í knatt­spyrnu hef­ur ver­ið með meiðsli síð­an Erik Hamrén og Freyr Al­ex­and­ers­son tóku við stjórn­artaum­un­um hjá lið­inu í haust. Tíu leik­menn vant­aði í ís­lenska hóp­inn sem réðst á einkar há­an garð og mætti Belg­íu, efsta liði heimslista FIFA, á þeirra eig­in heima­velli.

Til þess að bæta gráu of­an á svart meidd­ist Alfreð Finn­boga­son í upp­hit­un fyr­ir leik­inn og þar með var lið­ið án Gylfa Þórs Sig­urðs­son­ar, Jó­hanns Berg Guð­munds­son­ar og Alfreðs Finn­boga­son­ar sem bor­ið hafa uppi sókn­ar­leik ís­lenska liðs­ins und­an­far­in ár. Arn­ór Sig­urðs­son, sem er ein­ung­is 19 ára gam­all, lék sinn fyrsta A-lands­leik og Albert Guð­munds­son byrj­aði sinn fyrsta móts­leik með lið­inu.

Þá fékk Jón Guðni Fjólu­son það verð­uga verk­efni að fylla skarð Ragn­ars Sig­urðs­son­ar í hjarta varn­ar­inn­ar hjá ís­lenska lið­inu. Þetta var fyrsti móts­leik­ur Jóns Guðna fyr­ir A-lands­lið­ið. Hamrén og Freyr brugðu á það ráð að leika með fimm manna varn­ar­línu, þriggja manna miðju og tveggja manna sókn­ar­línu. Þetta virk­aði vel fram­an af leik.

Leik­mynd­in var eins og bú­ast mátti við, Belg­ar mun meira með bolt­ann og leik­menn ís­lenska liðs­ins í skot­gröf­un­um. Það var un­un að sjá og heyra Aron Ein­ar Gunn­ars­son stýra varn­ar­leik ís­lenska liðs­ins og nær­vera hans fyllti greini­lega leik­menn liðs­ins trú á verk­efn­ið. Ís­lenska lið­ið náði nokkr­um fín­um spilköfl­um fram­an af leik og Albert fékk besta færi liðs­ins þeg­ar hann batt enda­hnút­inn á vel út­færða skynd­isókn.

Þeg­ar líða tók á leik­inn fundu Belg­ar hins veg­ar gluf­ur á þétt­um varn­ar­leik ís­lenska liðs­ins og Mic­hy Bats­huayi skor­aði tví­veg­is í seinni hálfleik. Belg­ía er þar af leið­andi tap­laust eft­ir þrjá leiki á toppi riðils­ins. Ís­lenska lið­ið fer hins veg­ar stiga­laust frá A-deild­inni og er fall­ið nið­ur í B-deild­ina sem þýð­ir að lið­ið mun verða í B-deild Þjóða­deild­ar­inn­ar næst þeg­ar mót­ið fer fram.

Þá verð­ur ís­lenska lið­ið í öðr­um styrk­leika­flokki þeg­ar dreg­ið verð- ur í riðla í undan­keppni EM 2020 í byrj­un des­em­ber.

Þeir já­kvæðu punkt­ar sem hægt er að taka úr þess­um leik er að ís­lenska lið­ið bætti öðru leik­k­erfi í vopna­búr sitt, en leik­menn fundu sig vel í þeirri leik­að­ferð sem leik­in var. Jón Guðni Fjólu­son stóð sig í þess­um leik og get­ur hæg­lega kom­ið inn með sóma ef fasta­menn meið­ast í undan­keppn­inni sem fram und­an er.

Guð­laug­ur Victor lék svo mun bet­ur í þess­um leik en í fyrri leikn­um gegn Sviss. Albert bank­ar fast á dyr byrj­un­arliðs­ins með frammi­stöðu sinni og Arn­ór Sig­urðs­son er kom­inn langt í þró­un sinni sem leik­mað­ur í hæsta gæða­flokki.

Fram und­an er vináttu­lands­leik­ur gegn Kat­ar sem er síð­asti leik­ur liðs­ins á þessu ári.

NORDICPHOTOS/AFP

Mic­hy Bats­huayi kem­ur bolt­an­um fram hjá Hann­esi Þór Hall­dórs­syni og í ís­lenska mark­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.