Gam­all draum­ur að ræt­ast

John-Rhys Da­vies er ný­far­inn frá Íslandi, en hér dvaldi hann við tök­ur á kvik­mynd­inni Shadowtown. Blaða­mað­ur mælti sér mót við hann í Bíó Para­dís þar sem fram­tíð­ar­verk­efni og mik­il­væg gildi í líf­inu voru rædd.

Fréttablaðið - - FRONT PAGE - Gunn­þór­unn Jóns­dótt­ir gunnt­hor­[email protected]­bla­did.is MYND/GUNNARFREYR.COM

Leik­ar­inn John Rhys-Da­vies sló í gegn í hlut­verki sínu sem dverg­ur­inn Gimli í The Lord of the Rings. Hann var stadd­ur á Íslandi á dög­un­um við tök­ur á nýrri ís­lenskri kvik­mynd. Í einka­við­tali seg­ir hann frá reynslu sinni sem leik­ari og ræð­ir fram­tíð­ar­verk­efni sín.

Leik­ar­inn John RhysDa­vies hef­ur upp raust sína með því að fara með er­indi úr drama­tísku ljóði eft­ir enska leik- og ljóð­skáld­ið John Dryd­en, Bene­ath a myrtle shade, frá 1670 eða þar um bil. Drynj­andi rödd­in kall­ar fram gervi tor­tryggna dvergs­ins úr þrí­leik J.R.R. Tolkien um The Lord of the Rings sem hann sló í gegn fyr­ir að túlka. Rhys-Da­vies er hins veg­ar nokk­uð há­vax­inn mað­ur og hef­ur fal­leg­an velsk­an hreim. Hann er ljóð­elsk­ur mað­ur.

„Þetta er eitt af mín­um upp­á­halds­ljóð­um. Ég hef alltaf haft mik­inn áhuga á ljóðlist,“seg­ir RhysDa­vies er við göng­um í átt að bíósal núm­er þrjú. Við tyll­um okk­ur í myrkr­inu með­an hann lýk­ur einu er­ind­inu: „Þú get­ur ei roðn­að, því ég get ei séð,“og við það kvikna ljós­in í saln­um. Það kæmi ekki á óvart að þessi velski lista­mað­ur lum­aði á ljóði frá miðöld­um fyr­ir hvert til­efni.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Ís­lands og mér lík­ar það al­veg af­skap­lega vel. Þetta er elsku­leg þjóð og hér hef­ur ver­ið tek­ið vel á móti mér,“seg­ir hann.

„Ís­lend­ing­ar þekkja sögu sína vel og vita mik­ið um for­feð­ur sína. Það er sjald­gæft fyr­ir marga en af­skap­lega mik­il­vægt. Marg­ir vita ekki hvað­an þeir koma en all­ir þeir Ís­lend­ing­ar sem ég hef hitt vita það og það er dá­sam­legt. Þið ber­ið ekki með ykk­ur þau ein­kenni eyj­ar­skeggja að vera þröng­sýn og and­snú­in ut­an­að­kom­andi, held­ur hlý og vina­leg. Þið er­uð nú­tíma­fólk og kraft­mik­il og svo ég vitni í T.S. Elliot, góð blanda af hinu gamla og nýja.“

ÞETTA VAR GÓÐUR SKÓLI

SEM FÆRÐI MÉR SHAKE

SPEARE. HIÐ MAGNAÐA

LEYNDARMÁL UM BÖRN

ER AÐ FINNA ÞAÐ SEM ÞAU

HAFA ÁSTRÍÐU FYR­IR.

Kynnt­ist Shakespeare ung­ur

John Rhys-Da­vies er fædd­ur ár­ið 1944 í Sal­isbury í Wilts­hire á Englandi en ólst upp að hluta í Wa­les. Móð­ir hans var hjúkr­un­ar­kona og fað­ir hans var véla­verk­fræð­ing­ur og ný­lend­u­stjóri.

„Ég var send­ur í heima­vist­ar­skóla í Cornwall á Englandi að­eins níu ára gam­all. Ég var ný­kom­inn heim frá Afríku þar sem fjöl­skyld­an bjó á með­an fað­ir minn gegndi starfi ný­lend­u­stjóra. Ég ólst því upp að mestu í villtri nátt­úru. Í Afríku hafði ég ver­ið frjáls og í raun aldrei lært að leika við önn­ur börn. En í skól­an­um voru aðr­ir ný­lendu­dreng­ir sem ég tengdi við,“seg­ir Rhys-Da­vies.

„Ég var hins veg­ar upp­reisn­ar­barn og þoldi ekki þenn­an skóla. En þetta var góður skóli sem færði mér Shakespeare. Hið magnaða leyndarmál um börn er að finna það sem þau hafa ástríðu fyr­ir. Þeg­ar ég kynnt­ist Shakespeare öðl­að­ist ég orða­forð­ann fyr­ir reiði mína.“

Í skóla­leik­rit­um fór hann með stór hlut­verk, með­al ann­ars Óþelló og fleiri. Leið­in lá síð­an í há­skól­ann í Vest­ur-Angl­íu þar sem hann var einn af 105 nem­end­um sem fengu inn­göngu. Þar stofn­aði Rhys-Da­vies The Dramatic Society og eðli­lega fékk hann þar öll bestu hlut­verk­in.

Hann gift­ist fyrri eig­in­konu sinni, Suz­anne Wilk­in­son, ár­ið 1966 áð­ur en hann klár­aði nám­ið í skól­an­um og kenndi á með­an í eitt ár við grunn­skóla í Nor­folk á með­an Suz­anne klár­aði sitt nám. Í kjöl­far­ið fékk hann inn­göngu í kon­ung­lega leik­list­ar­skól­ann í London.

Leik­ar­inn eign­að­ist tvo syni með Suz­anne en þau skildu ár­ið 1985. Suz­anne fékk Alzheimer en hann ann­að­ist hana þar til hún lést ár­ið 2010. Í dag býr Rhys-Da­vies með fjöl­miðla­kon­unni Lisu Mann­ing og eiga þau 12 ára dótt­ur.

„Eng­inn ætti að gifta sig fyr­ir þrí­tugt,“seg­ir hann kím­inn. „Ég fékk síð­an vinnu í leik­hús­inu og hóf störf á mánu­dags­morgni 28. júlí 1969. Ég fagna því fimm­tíu ára leik­list­araf­mæli á næsta ári.“

Hafn­aði næst­um því hlut­verk­inu

John Rhys-Da­vies hef­ur far­ið með ým­is hlut­verk í sjón­varpi og kvik­mynd­um á borð við Shog­un, The Na­ked Ci­vil Servant, Sli­ders og Indi­ana Jo­nes sem var lyk­ill hans að Hollywood. „Svo gerði ég þau mis­tök að fara til Hollywood,“seg­ir hann og hlær. „Þar átti ég reynd­ar 20 frá­bær ár og flest­um leik­ur­um líð­ur eins og þeir eigi að vera þar. En gæði eru ekki endi­lega í for­grunni þar. Að sjálf­sögðu eru ótalmarg­ir frá­bær­ir braut­ryðj­end­ur með stór­kost­lega hæfi­leika, en svo eru það hinir.“

En Lord of the Rings myndi þá falla und­ir gæð­in í Hollywood?

„Já, vissu­lega, en Lord of the Rings er frá Nýja-Sjálandi.“

Stærsta hlut­verk Rhys-Da­vies er án efa að túlka dverg­inn Gimli, son Gló­ins. Hann hef­ur sagt í við­töl­um að hann hafi næst­um því hafn­að hlut­verk­inu en tók því svo á end­an­um og sér ekki eft­ir því. Einnig tal­aði hann fyr­ir Trjáskegg í mynd­un­um.

„Ég held að það sem ger­ir Gimli áhuga­verð­an er að hann er tákn­gerv­ing­ur allra okk­ar slæmu eig­in­leika. Þetta mikla van­traust, af­brýði­semi, væn­i­sýki og hræðsla við „aðra“. Við þekkj­um öll þessa eig­in­leika og vilj­um síð­ur hafa þá. En hann er líka gædd­ur kost­um sem við vilj­um öll til­einka okk­ur, hug­rekki, holl­ustu og vilj­an­um til að vernda þá sem minna mega sín,“seg­ir Rhys-Da­vies, sem þyl­ur upp hina frægu setn­ingu Giml­is: „Óumflýj­an­leg­ur dauði, lít­ill mögu­leiki á ár­angri. Eft­ir hverju bíð­um við?“

Skoð­ar sögu frum­byggja

„Eft­ir að hafa dreymt um það í þrjá­tíu ár er ég við það að stofna mitt eig­ið fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Ég fann aldrei réttu að­il­ana til að vinna með. En hing­að er ég kom­inn, ekki að­eins til að leika í kvik­mynd, held­ur einnig til þess að líta í kring­um mig,“seg­ir hann. Ekki er kom­ið nafn á fyr­ir­tæk­ið en Rhys-Da­vies vinn­ur nú að verk­efni um frum­byggja, Homo sapiens og Ne­and­er­dals­menn. Um er að ræða kvik­mynd sem ger­ist fyr­ir um 18-20 þús­und ár­um þeg­ar for­feð­ur- og mæð­ur okk­ar voru öll eins.

Rhys-Da­vies hef­ur mik­inn áhuga á sögu mann­kyns og því sem teng­ist mann­skepn­unni.

„Heil­inn í okk­ur var um 10 pró­sent stærri þá en nú. Það leik­ur einnig vax­andi grun­ur á því að við höf­um ver­ið gáf­aðri þá en nú. Þau komust lífs af í alls kon­ar að­stæð­um sem myndu drepa flesta í dag. Þeirra ógæfa var hins veg­ar sú að bráð þeirra var stærri, sterk­ari og hrað­skreið­ari og kunni ým­ist að fljúga eða synda. Yfir­burð­ir þeirra fólust í heil­an­um og hæfni þeirra til að hugsa og greina að­stæð­ur,“seg­ir leik­ar­inn.

„Lífs­lík­ur kvenna voru þó af­ar litl­ar. Með­al­kon­an náði að­eins um 21 ald­ursári og ástæð­an var einna helst barns­burð­ur. Jafn­vel á tím­um Róma­veld­is var með­al­ald­ur­inn að­eins 25 ár. Að sjálf­sögðu voru kon­ur sem náðu 60, 70 ár­um en það voru þá gjarn­an kon­ur sem höfðu aldrei eign­ast börn. Það er fyr­ir þess­ar ungu, mögn­uðu kon­ur á þess­um tíma sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að halda lífi í börn­um sín­um og þar með við­halda arf­leifð okk­ar.“

Rhys-Da­vies seg­ist hafa orð­ið fyr­ir upp­ljóm­un þeg­ar hann skrif­aði hand­rit­ið að kvik­mynd sinni. „Ég held að ég hafi upp­götv­að eitt­hvað sem get­ur mögu­lega út­skýrt ákveðna hegðun karla gagn­vart konum. Sögu­lega hafa karl­menn ekki gef­ið skoð­un­um kvenna mik­inn gaum í gegn­um ald­irn­ar. Hvers vegna? Nú, það er mik­ill þroskamun­ur á 17 ára göml­um ung­um manni og 34 ára eða fimm­tug­um manni. Og kon­ur eru ekki und­an­tekn­ing. Kon­ur náðu ekki há­um aldri fyrr en fyr­ir kannski um 1-2.000 ár­um. Ég held að ástæð­an fyr­ir ákveðn­um við­horf­um sumra manna gagn­vart konum og því að þeir taki þær ekki al­var­lega, sé með­al ann­ars vegna þess að þeir hittu aldrei nein­ar. Það voru svo fá­ar kon­ur sem náðu full­orð­ins­aldri á þess­um tím­um og þetta hef­ur fylgt kyn­slóð­un­um í gegn­um tíð­ina.“

Mik­il­vægt að halda í góð gildi

Leik­ar­inn var rót­tæk­ur vinstri­mað­ur á há­skóla­ár­um sín­um í kring­um 1960 og seg­ist hafa haft sterk gildi um lýð­ræði, jafn­rétti, tján­ing­ar­frelsi og frelsi ein­stak­lings­ins til að hafa rétt á og viðra skoð­an­ir sín­ar, svo lengi sem það skaði ekki aðra.

„Öll þau gildi og skoð­an­ir sem ég hafði þá hef ég enn í dag. Þeg­ar ég byrj­aði á þessu verk­efni vildi ég finna eitt­hvað sem við gæt­um öll tengt við og kannski jafn­vel sam­mælst um. Því lengra sem við för­um aft­ur í tím­ann og könnum mann­skepn­una, því skýrari verð­ur hegðun okk­ar,“seg­ir hann.

„Ég veit ekki til­gang­inn með þessu lífi en ég get sagt þér hver ásetn­ing­ur okk­ar er út frá upp­runa okk­ar. Ásetn­ing­ur okk­ar er ein­fald­ur, í fyrsta lagi að lifa af og í öðru lagi að vera betri út­gáfa af for­eldr­um okk­ar og und­ir­búa börn­in okk­ar fyr­ir það að vera betri út­gáfa af okk­ur sjálf­um. Ef við miss­um sjón­ar á þessu, miss­um við sjón­ar á því sem hef­ur leitt mann­skepn­una áfram frá upp­hafi vega.“

ÉG HELD AÐ ÉG HAFI UPP

GÖTVAÐ EITT­HVAÐ SEM

GET­UR MÖGU­LEGA ÚT

SKÝRT ÁKVEÐNA HEGÐUN

KARLA GAGN­VART KONUM.

ÞVÍ LENGRA SEM VIÐ

FÖR­UM AFT­UR Í TÍM­ANN

OG KÖNNUM MANN

SKEPNUNA, ÞVÍ SKÝRARI

VERЭUR HEGÐUN OKK­AR.

MYND/GUNNARFREYR.COM

„Ég held að það sem ger­ir Gimli áhuga­verð­an er að hann er tákn­gerv­ing­ur allra okk­ar slæmu eig­in­leika,“seg­ir leik­ar­inn John Rhys-Da­vies.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.