Gagn­rýna hug­mynd­ir ráð­herra sem skerða fé til rann­sókna

Svandís Svavars­dótt­ir hef­ur lagt fram frum­varp sem veit­ir vís­inda­siðanefnd heim­ild til að rukka fyr­ir rann­sókn­ir í heil­brigð­is­vís­ind­um. Pró­fess­or­ar við stóru rík­is­háskól­ana eru af­ar gagn­rýn­ir á hug­mynd­ir ráð­herra sem geri lít­ið ann­að en að tak­marka það li

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR [email protected]­bla­did.is

Pró­fess­or­ar við Há­skóla Ís­lands og Há­skól­ann á Akur­eyri leggj­ast hart gegn frum­varpi heil­brigð­is­ráð­herra sem legg­ur til að vís­inda­siðanefnd verði veitt heim­ild til að rukka fyr­ir um­sókn­ir um rann­sókn­ir í heil­brigð­is­vís­ind­um. Telja þeir hug­mynd­ir ráð­herra ekki í takt við að styrkja vísindi og rann­sókn­ir hér á landi.

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp á þingi sem ger­ir henni kleift að setja reglu­gerð um gjald­töku vís­inda­siðanefnd­ar vegna um­sókna um leyfi til að hefja vís­inda­rann­sókn­ir á heil­brigð­is­sviði. Gjald­taka á borð við þá sem hér er lögð til vís­ar til fram­kvæmd­ar er­lend­is og mik­il­væg­is þess að á Íslandi starfi öfl­ug vís­inda­siðanefnd sem hef­ur burði til að tak­ast á við þau verk­efni sem henni eru fal­in sam­kvæmt lög­um.

Sig­urð­ur Krist­ins­son, pró­fess­or við Há­skól­ann á Akur­eyri og sér­fræð­ing­ur í sið­fræði rann­sókna, seg­ir þetta var­huga­verða þró­un. Hann seg­ir áhuga­vert að Norð­menn skuli ekki fara þessa leið og tel­ur of mörg­um spurn­ing­um ósvar­að hvað þessa laga­breyt­ingu varð­ar.

„Ef gjald­tak­an á að standa und­ir kostn­aði er það op­inn tékki að mínu mati því kostn­að­ur við rekst­ur vís­inda­siðanefnd­ar get­ur ver­ið reikn­að­ur á ýmsa vegu og menn vita því ekki al­veg hvað það þýð­ir. Einnig er mér sagt að í Sví­þjóð sé gjald­ið fimm þús­und sænsk­ar krón­ur. Það er nóg til að vera hamlandi fyr­ir rann­sókn­ir og skapa ójafn­vægi milli rann­sak­enda,“seg­ir Sig­urð­ur.

„Einnig þurf­um við að velta fyr­ir okk­ur hvort það sé heppi­legt að koma á við­skipta­sam­bandi milli vís­inda­siðanefnd­ar og rann­sak­enda þar sem nefnd­in á að vera sjálf­stæð og óháð. En fyrst og fremst er hætt­an sú að þetta fjár­magn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rann­sókn­ir og vísindi.“

„Þó að í hópi um­sækj­enda til VSN séu einnig nokk­ur öfl­ug fyr­ir­tæki [sem rek­in eru í hagn­að­ar- skyni] á hverju ári sem mun­ar lít­ið um að greiða til nefnd­ar­inn­ar, þá tel­ur Lækna­deild ekki ásætt­an­legt að fara í þessa veg­ferð á með­an fjár­mögn­un vís­inda á heil­brigð­is­sviði stend­ur jafn illa og raun ber vitni,“stend­ur í gagn­rýnni um­sögn Engil­berts Sig­urðs­son­ar, pró­fess­ors í geð­lækn­is­fræði og for­seta lækna­deild­ar Há­skóla Ís­lands.

Svandís Svavars­dótt­ir hef­ur lagt fram frum­varp á þingi sem ger­ir henni kleift að setja reglu­gerð um gjald­töku vís­inda­siðanefnd­ar vegna um­sókna um leyfi til að hefja vís­inda­rann­sókn­ir á heil­brigð­is­sviði.

Engil­bert Sig­urðs­son, pró­fess­or í geð­lækn­is­fræði og for­seti lækna­deild­ar HÍ.

Sig­urð­ur Krist­ins­son, pró­fess­or við Há­skól­ann á Akur­eyri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.