Heim­ur án tækni

Ný barna­bók Sigrún­ar El­d­járn er fram­tíð­ar­saga. Byrj­uð að grufla í fram­haldi. Mik­il­vægt hlut­verk að skrifa fyr­ir börn.

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­[email protected]­bla­did.is FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Silf­ur­lyk­ill­inn er ný barna­bók eft­ir Sigrúnu El­d­járn. Sag­an seg­ir frá Sumarliða og Sól­dísi sem búa hjá pabba sín­um í hús­inu Strætó núm­er sjö, en móð­ir­in er horf­in. Einn dag birt­ist hin dul­ar­fulla stelpa Ka­rítas og við tek­ur spenn­andi at­burða­rás.

Sag­an ger­ist í fram­tíð­inni þar sem er ekk­ert raf­magn, eng­ir sím­ar og fátt um bæk­ur. „Þessi saga lýs­ir fram­haldi þess sem er byrj­að að ger­ast í heim­in­um. Við er­um svo­lít­ið að eyði­leggja allt og þá er sp­urn­ing hvað verð­ur ef öll tækni sem við treyst­um á í dag hverf­ur skyndi­lega. Hvað ef það væru eng­ir sím­ar, eng­ar tölv­ur og ekk­ert raf­magn? Það er áhuga­vert fyr­ir krakka að velta fyr­ir sér hvernig verð­ur ef það ger­ist. Í þess­um heimi án allr­ar tækni er samt ým­is­legt hægt að gera,“seg­ir Sigrún. Sp­urð hvort hún sé svart­sýn á fram­tíð þar sem heim­in­um er ógn­að vegna lofts­lags­breyt­inga seg­ir hún: „Auð­vit­að er ég dá­lít­ið svart­sýn. Ég held samt að við mun­um taka okk­ur á, það er slík bylgja í gangi.“

Lít­ið um bæk­ur

Bæk­ur koma við sögu í bók­inni, en þar sem mann­kyn­ið hef­ur ekki gætt að því að passa upp á þær þá finn­ast þær vart. „Þær hafa ver­ið not­að­ar í hitt og þetta, eldsneyti, ein­angr­un í veggi og ann­að slíkt. Nema í ein­um kjall­ara, þar er fullt af bók­um,“seg­ir Sigrún.

Um bók­lest­ur og ungt fólk seg­ir hún: „Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að krakk­ar lesi og þau vilja lesa og líka að það sé les­ið fyr­ir þau. Þó að þau hætti að lesa á unglings­ár­un­um þá byrja þau aft­ur ef þau hafa van­ist því að lesa sem börn.“ „Mér finnst hlut­verk mitt vera að skrifa fyr­ir börn,“seg­ir Sigrún.

Aldrei bók án mynda

Sp­urð hvort hún hafi hugs­að sér fram­hald á Silf­ur­lykl­in­um seg­ir hún: „Ég byrj­aði á henni sem stakri bók. Ég hef gert þetta áð­ur, skrif­að eina bók og síð­an hafa kom­ið tvær fram­halds­bæk­ur. Þeg­ar mað­ur er bú­inn að hafa fyr­ir því að búa til per­són­ur og ver­öld og er til­tölu­lega ánægð­ur með sköp­un­ar­verk­ið þá er ágætt að nýta það í fleiri bæk­ur. Ég er að­eins byrj­uð að grufla í fram­haldi.“

Silf­ur­lyk­ill­inn er að sjálf­sögðu með mynd­um eft­ir Sigrúnu. „Í minni bóka­vinnu skipta mynd­irn­ar jafn miklu máli og text­inn, líka í texta­meiri bók­um. Ég myndi aldrei gera bók án mynda, það kæmi ekki til greina.“

Sigrún ger­ir mynd­irn­ar við barnaljóða­bók bróð­ur síns, Þór­ar­ins El­d­járns, Ljóð­pund­ara, en þau hafa margoft áð­ur lagt sam­an í slík­ar bæk­ur. „For­eldr­ar og ömm­ur og af­ar tala mik­ið um þess­ar ljóða­bæk­ur því það er hægt að lesa þær fyr­ir börn frá 0 ára, það hafa all­ir gam­an af þeim, líka þeir full­orðnu,“seg­ir Sigrún. „Það eru dæmi um börn sem kunna vís­urn­ar nán­ast ut­an að. Það er alltaf áskor­un að myndskreyta ljóð Þór­ar­ins og mér finnst það óskap­lega gam­an.“

Mik­il­væg bók­mennta­grein

Sp­urð af hverju hún skrifi ein­göngu fyr­ir börn seg­ir Sigrún: „Ég er oft sp­urð hvort ég ætli ekki að skrifa fyr­ir full­orðna. Stund­um hef ég hugs­að: Ætti ég að prófa og skrifa byrj­un á ein­hverju fyr­ir full­orðna? Ég hef feng­ið ágæt­ar hug­mynd­ir, Ka­rítas og kött­ur­inn Br­anda eru með­al sögu­per­sóna í Silf­ur­lykl­in­um.

en mér finnst hlut­verk mitt vera að skrifa fyr­ir börn. Mér finnst það af­skap­lega mik­il­vægt hlut­verk en ég veit hins veg­ar að barnabókmenntir eru ekki virtar eins og aðr­ar tegundir bókmennta. Það er ekki bor­in jafn mik­il virð­ing fyr­ir rit­höf­und­um sem skrifa fyr­ir börn og ung­linga. Ég held að það sama eigi við alla sem vinna með börn­um, til dæm­is leik­skóla­kenn­ara og kenn­ara. Þetta er mjög skrýt­ið vegna þess að börn eru til­von­andi full­orð­ið fólk. Það á að gera allt til að þau verði góð­ir þjóð­fé­lags­þegn­ar þannig að fram­tíð­in sé í góð­um hönd­um.“

ÉG VEIT HINS VEG­AR AÐ BARNABÓKMENNTIR ERU EKKI VIRTAR EINS OG AÐR­AR TEGUNDIR BÓKMENNTA.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.