Ung­ling­ar, dauði og drep­sótt­ir

Fréttablaðið - - MENNING - Ragn­heið­ur Eyj­ólfs­dótt­ir Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir

Rott­urn­ar

RÚt­gef­andi: Vaka-Helga­fell blað­síð­ur: 273

ott­urn­ar er þriðja skáld­saga Ragn­heið­ar Eyj­ólfs­dótt­ur. Fyrri tvær sög­urn­ar eru sam­tengd­ar fant­asíu­sög­ur sem hefjast í raun­heim­um og fær­ast svo yf­ir í fram­andi ver­öld og í raun má segja það sama um þessa bók þó svo á allt ann­an hátt sé.

Bók­in hefst á því að Hild­isif sex­tán ára er að flytj­ast heim til Ís­lands með fjöl­skyldu sinni eft­ir að hafa bú­ið er­lend­is um ára­bil. Það er vor og henni hef­ur boð­ist sum­ar­vinna á af­skekkt­um stað á veg­um sama fyr­ir­tæk­is og réð móð­ur henn­ar í vinnu sem var ástæða þess að fjöl­skyld­an flutti heim til Ís­lands. Þeg­ar í sum­ar­vinn­una er kom­ið kynn­ist hún Fl­exa og fleiri krökk­um og af stað fer hröð og spenn­andi at­burða­rás sem verð­ur til þess að að lok­um þarf Hild­isif ásamt fé­lög­um sín­um að berj­ast fyr­ir lífi sínu í bók­staf­legri merk­ingu og á ýms­um víg­stöðv­um ásamt því að upp­lifa ást­ina kvikna.

Til að eyði­leggja ekki fyr­ir vænt­an­leg­um les­end­um skal sögu­þráð­ur­inn ekki rak­inn frek­ar hér en þó skal lát­ið uppi að dul­ar­full­ir áverk­ar og út­dauð­ar drep­sótt­ir koma við sögu. Marg­ar óvænt­ar beygj­ur og hlykk­ir á sögu­þræð­in­um verða til þess að les­end­ur eru stöð­ugt á tán­um og til­bún­ir að hrökkva í kút.

Unn­end­ur spennu­trylla og vís­inda­skáld­sagna ættu að fagna þess­ari bók ákaft því hún er skemmti­lega skrif­uð og hag­an­lega flétt­uð. Per­sónu­sköp­un­in er góð og sam­töl raun­veru­leg og vel far­ið með vís­an­ir enda aug­ljóst að höf­und­ur hef­ur lagt sig fram við að hafa bæði vís­inda­leg­ar og sagn­fræði­leg­ar stað­reynd­ir á hreinu við skrif bók­ar­inn­ar.

Einnig má finna ákveðn­ar heim-

speki­leg­ar og jafn­vel trú­ar­leg­ar pæl­ing­ar í bók­inni, sem tengj­ast von­inni og því hvernig það að vona get­ur haft áhrif á and­lega og jafn­vel lík­am­lega heilsu, hvernig og hvort er hægt að gera út af við von­ina og hvaða máli það skipt­ir að Ragn­heið­ur Eyj­ólfs­dótt­ir rit­höf­und­ur.

halda í hana. Það hefði reynd­ar al­veg mátt gera meira úr þeim þætti fyrst kom­ið var með hann inn í sög­una á ann­að borð þar sem hann fjar­ar eig­in­lega út eft­ir að hafa kom­ið sterk­ur inn um mið­bik bók­ar.

Það er ástæða til þess að benda á að þó fyrri tvær skáld­sög­ur höf­und­ar geti tal­ist barna­bæk­ur þá fell­ur þessi tví­mæla­laust í flokk­inn ung­menna­bók þar sem má finna í henni óhugn­an­lega spretti og graf­ísk­ar of­beld­is­lýs­ing­ar og yrði kvik­mynd gerð sem fylgdi bók­inni vel eft­ir, sem væri reynd­ar mjög góð hug­mynd því fram­vind­unni er oft mjög vel mynd­lýst, væri sú mynd nokk­uð ör­ugg­lega bönn­uð inn­an sex­tán.

Rott­urn­ar er skemmti­leg af­lestr­ar, spenn­andi og vel skrif­uð og gæti vel hald­ið les­end­um að verki langt fram yf­ir hátta­tíma.

NIЭUR­STAÐA: Vel skrif­að­ur, hag­an­lega flétt­að­ur og nokk­uð óhugn­an­leg­ur vís­inda­spennu­tryll­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.