Rétt­ar­rík­ið og RÚV

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Sirrýj­ar Hall­gríms­dótt­ur

Get­ur ver­ið, eins og hald­ið er fram í bók­inni Gjald­eyris­eft­ir­lit­ið, að upp­haf mála­ferla Seðla­bank­ans gegn Sam­herja megi rekja til þess að starfs­mað­ur Kast­ljóss var á þorra­blóti fyr­ir aust­an og ræddi þar yf­ir súrsuð­um hrút­spung­um við ein­hvern sem taldi að Sam­herji væri að svindla á karfa­sölu? Ef svo er þá væri það efni í súr­realíska gaman­þætti, ef það væri ekki jafn grafal­var­legt og raun ber vitni.

Í kjöl­far hruns­ins voru hand­haf­ar ákæru­valds og eft­ir­lits­að­il­ar und­ir þrýst­ingi frá stjórn­mála­mönn­um, álits­gjöf­um og fjöl­miðl­um um að­gerð­ir. Í slíku and­rúms­lofti reyn­ir mjög á grund­vall­ar­regl­ur rétt­ar­rík­is­ins. Þeim er ætl­að að vernda alla þegna lands­ins og eru miklu mik­il­væg­ari held­ur en tíma­bund­in vanda­mál á gjald­eyr­is­mark­aði svo dæmi sé tek­ið. Það er eng­inn vandi að virða regl­ur rétt­ar­rík­is­ins þeg­ar ekk­ert bját­ar á, en það reyn­ir á þeg­ar sam­fé­lag­ið fer á hlið­ina.

Þeg­ar Seðla­bank­inn, FME og sér­stak­ur sak­sókn­ari héldu blaða­manna­fund vegna Aserta máls­ins brá mörg­um í brún. Þar var ákært, dæmt og refs­að í beinni út­send­ingu. Síð­ar kom í ljós að ekki stóð steinn yf­ir steini, en fjöldi sak­lausra manna varð fyr­ir skaða. Fyr­ir það hef­ur ekki ver­ið svar­að.

Sam­herja­mál­ið er mjög al­var­legt og Seðla­bank­inn hef­ur far­ið fram af miklu gá­leysi. Hús­leit­in fór fram í sam­starfi við Rík­is­út­varp­ið (sama gerð­ist í til­felli Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar) og skýr­ing­ar bank­ans á gangi máls­ins veiklu­leg­ar.

Þessi með­ferð valds get­ur ekki stað­ið óátal­in, að­gerð­ar­leysi er sama og sam­þykki. Jafn­framt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki lík­legt til ár­ang­urs að vinna með Rík­isút­varp­inu, spyrj­ið bara kon­una sem rak Sj­ang­hæ á Akur­eyri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.