Sam­kaup boð­ar breyt­ing­ar

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM – smj

Sam­kaup hef­ur geng­ið frá kaup­um á tólf versl­un­um Ba­skó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar á með­al versl­an­ir und­ir merkj­um Ice­land og vald­ar versl­an­ir þar sem nú eru rekn­ar 10-11 versl­an­ir. Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið hef­ur lagt bless­un sína yf­ir kaup­in.

Fréttablaðið greindi frá kaup­un­um í júlí síð­ast­liðn­um þeg­ar samruna­til­kynn­ing sem Sam­kaup sendi Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu í júní var birt á vef eft­ir­lits­ins.

Óm­ar Valdi­mars­son, for­stjóri Sam­kaupa, tel­ur að við­skipt­in séu heilla­skref fyr­ir neyt­end­ur og muni auka sam­keppni.

Kaup­in ná til 10-11 versl­ana í Lág­múla, Gríms­bæ, Hjarð­ar­haga, Lauga­læk, Borg­ar­túni og Hafnar­firði, versl­an­ir Ice­land í Glæsi­bæ, Engi­hjalla, Vest­ur­bergi og Arn­ar­bakka auk há­skóla­versl­ana í HÍ og HR.

„Það má bú­ast við tölu­verð­um breyt­ing­um á versl­un­un­um sem við mun­um skýra frá síð­ar,“seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa.

„Það er samt ljóst að öllu starfs­fólki verð­ur boð­in áfram vinna hjá Sam­kaup­um,“seg­ir Gunn­ar Eg­ill í frétta­til­kynn­ingu vegna máls­ins.

10-11 versl­un Lág­múli er ein þeirra sem Sam­kaup hef­ur keypt.

Gunn­ar Eg­ill Sig­urðs­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.