Áfram ís­lenska

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Lilja Alfreðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra

Ádegi ís­lenskr­ar tungu sl. föstu­dag kynnti ég vit­und­ar­vakn­ingu um mik­il­vægi ís­lensk­unn­ar. Sú ber yf­ir­skrift­ina Áfram ís­lenska! og er ætl­að að minna á að þró­un og fram­tíð tungu­máls­ins er á ábyrgð okk­ar allra. Vit­und­ar­vakn­ing þessi er lið­ur í fjöl­þætt­um að­gerð­um stjórn­valda til stuðn­ings ís­lenskri tungu og fyrsta að­gerð­in sem til­greind er í þings­álykt­un­ar­til­lögu um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi. Þings­álykt­un­in var sam­þykkt í rík­is­stjórn í lið­inni viku og verð­ur brátt lögð fram á Al­þingi.

Að und­an­förnu höf­um við kynnt ýms­ar að­gerð­ir til stuðn­ings ís­lensk­unni sem með­al ann­ars tengj­ast út­gáfu bóka á ís­lensku, einka­rekn­um fjöl­miðl­um og mál­tækni. Með þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, og þeim 22 að­gerð­um sem þar eru til­greind­ar, er mark­mið­ið að ná enn þá bet­ur ut­an um það stóra og við­var­andi verk­efni stjórn­valda að tryggja að ís­lenska verði áfram not­uð á öll­um svið­um ís­lensks sam­fé­lags. Sér­staða þjóð­tung­unn­ar, gildi henn­ar og fjöl­breytni er sá grunn­ur sem vit­und­ar­vakn­ing­in okk­ar bygg­ir á.

Tíu að­gerð­ir í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni tengj­ast ís­lensku mennta­kerfi með bein­um hætti, t.d. að­gerð sem teng­ist því að efla skóla­bóka­söfn og vinna áfram að bættu læsi. Ís­lend­ing­um af er­lend­um upp­runa og er­lend­um rík­is­borg­ur­um sem hér búa hef­ur fjölg­að veru­lega á síð­ustu ár­um. Við vit­um að nem­end­um sem hafa ann­að móð­ur­mál en ís­lensku vegn­ar verr í ís­lensku skóla­kerfi og eru lík­legri til að hverfa frá námi. Því er brýnt að auð­velda að­flutt­um Ís­lend­ing­um, á öll­um aldri, að ná tök­um á ís­lensku máli. Já­kvæð um­ræða og fræðsla í sam­fé­lag­inu um fjöl­breyti­leika ís­lensk­unn­ar er sér­stak­lega mik­il­væg fyr­ir nýja mál­not­end­ur og eyða þarf for­dóm­um og auka þol­in­mæði gagn­vart ís­lensku með er­lend­um ein­kenn­um. Það verð­ur mik­il­væg­ur lið­ur í vit­und­ar­vakn­ing­unni.

Ís­lensk­an er lif­andi sam­skipta­tæki og okk­ar sjálf­sagða mál. Vit­und­ar­vakn­ing af þessu tagi þarf að eiga sér stað sem víð­ast í sam­fé­lag­inu og því verð­ur á næst­unni leit­að eft­ir víð­tæku sam­starfi um hana, m.a. við stofn­an­ir, at­vinnu­líf og fé­laga­sam­tök. Við get­um öll tek­ið virk­an þátt í því að þróa ís­lensk­una, móta hana og nýta hana á skap­andi hátt. Fram­tíð ís­lensk­unn­ar er í okk­ar hönd­um – og á okk­ar vör­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.