Góð týpa

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Guð­mund­ur Stein­gríms­son

Hin viku­langa um­ræða um Banksy lista­verk­ið hans Jóns Gn­arr — eða borg­ar­inn­ar, eft­ir því hvernig á það er lit­ið — var um margt skemmti­leg og at­hygl­is­verð. Í upp­hafi stefndi í að um miðl­ungs­stórt hneykslis­mál yrði að ræða. Marg­ir voru í þann mund að hlaða í góða statusa á sam­fé­lags­miðl­um um spill­ingu og sið­leysi. Síma­lín­ur út­varps­þátta voru byrj­að­ar að hitna. Var ekki mað­ur­inn að draga að sér verð­mæti í leyf­is­leysi? Svona verk er millj­óna­virði, sögðu spek­úl­ant­ar. Þá var upp­lýst að um eft­ir­prent­un væri að ræða, en ekki upp­runa­legt verk. Í raun væri þetta plakat. Við það hætti mál­ið að vera hneykslis­mál og varð skyndi­lega að gagn­merkri um­ræðu um rétt­rit­un og mál­far. Sitt sýnd­ist hverj­um. Á mað­ur að skrifa plakat með k-i eða g-i?

K-i, segi ég. En hvað um það. Það sem ger­ist næst finnst mér vera hið bita­stæða í mál­inu og eitt­hvað sem má ræða að­eins bet­ur, og rýna í sam­fé­lags­legu til­liti. Jón tók týp­una. „Ég ætla að farga þessu verki,“hróp­aði hann. Slíp­irokk­ur­inn var dreg­inn fram og verk­ið eyðilagt í beinni.

Blæ­brigði vant­ar

Þessi við­brögð eru frá­bær. Sjá­iði til: Eitt helsta ein­kenni á sam­tíma okk­ar eru hin ofsa­fengnu hóp­brjál­æð­is­köst sem tek­in eru á sam­fé­lags­miðl­um und­ir eins og ein­hver ger­ir eitt­hvað sem á ein­hvern hátt get­ur tal­ist vafa­samt. Eitt hlið­ar­spor og fólk er tek­ið af lífi inn­an klukku­stund­ar. Í viku hverri sjá­um við dæmi um þetta. Þetta er orð­inn fast­ur lið­ur. Ein­hver ger­ir eitt­hvað rangt og bingó: Game over fyr­ir hann. Twitter-storm­ur­inn hlíf­ir eng­um sem lend­ir í hon­um. Það er eins og fólki sé skot­ið upp í loft og gert að lenda ein­hvers stað­ar úti í busk­an­um, án orð­spors, án at­vinnu, ringl­að og með hár­ið út í loft­ið. Kom­ið aft­ur á byrj­un­ar­reit. Sum­ir geta auð­vit­að sjálf­um sér um kennt, en með öðr­um get­ur mað­ur ekki ann­að en fund­ið til. Er þetta alltaf nauð­syn­legt? Birgitta Hauk­dal skrif­ar barna­bók og skrif­ar hjúkr­un­ar­kona en ekki hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Jú, jú. Auð­vit­að ekki rétt, en slök­um samt að­eins á.

Á sam­fé­lags­miðl­um vant­ar blæ­brigði. Þar er eng­in „tja” takki eða „ég veit ekki með þetta“eða “úps, þetta mætti lag­færa”. Mað­ur er bara hæst­ánægð­ur, skelli­hlæj­andi, kær­leiks­rík­ur, leið­ur eða reið­ur. Og ef ein­hver ger­ir eitt­hvað mis­jafnt, verða marg­ir reið­ir eða leið­ir með tár í hvarmi. Áhrifa­mátt­ur­inn af því að nokk­ur hundruð manns á ein­um klukku­tíma verði bál­reið­ir er gíg­an­tísk­ur. Dóm­ur hef­ur fall­ið. Þú átt ekki breik.

Nýr veru­leiki

Eða hvað? Hvernig er hægt að bregð­ast við þús­und reiðiköll­um? Sum­ir auð­vit­að skamm­ast sín, og það rétti­lega, og biðj­ast auð­mjúk­lega af­sök­un­ar á gjörð­um sín­um og lofa betr­un. Aðr­ir þríf­ast á þessu, eins og sum­ir leið­tog­ar þjóð­ríkja og fagna hverj­um stormi. En svo eru aðr­ir. Fólk sem hafði hugs­að sér að grín­ast smá eða ætl­aði með góðu hug­ar­fari að gera eitt­hvað fal­legt og upp­byggi­legt en not­aði óvart vit­laus hug­tök. Eða fékk sér of mik­ið í glas. Storm­ur­inn ger­ir eng­an grein­ar­mun. Hann slátr­ar bara.

Þetta er ekki rétt­látt ástand. Það er eng­in sann­girni fólg­in í því að fólk missi lífs­við­ur­væri sitt, vini og orð­spor út af einu hlið­ar­spori. Ég held að ákveð­ið ójafn­vægi sé ríkj­andi í sam­fé­lag­inu út af þessu. Hin viku­lega af­taka á Face­book er ný af nál­inni. Við­bragð­ið við þess­um veru­leika er rétt að byrja að þró­ast.

Að öskra á móti

Jón steig stórt skref með við­bragði sínu við storm­in­um sem var að byrja gegn hon­um. Þetta var sem sagt plakat. Engu að síð­ur hefði hann getað far­ið illa út úr þessu. Jón kaus að öskra á móti. Það er tíma­móta­ösk­ur. Sp­urn­ing­in blas­ir við: Get­ur ver­ið að við­bragð af þessu tagi sé mögu­lega það sterk­asta fyr­ir fólk í stöð­unni, sé veg­ið að því af reiðiköll­um sam­fé­lags­miðl­anna? Ætti Birgitta Hauk­dal kannski núna að segja hátt og snjallt með þjósti að hún skuli „þá bara farga öll­um þess­um bók­um og aldrei skrifa staf­krók aft­ur“? Ætti Dag­ur borg­ar­stjóri að rjúka til og eyði­leggja Bragg­ann? „Ég rústa hon­um þá bara,“gæti hann hróp­að í rok­inu með högg­bor að vopni. Ætti Guðni Th. að taka týp­una og ein­fald­lega sturta an­an­as yf­ir næstu pitsu sem hann pant­ar, gúffa í sig í beinni út­send­ingu á Insta­gram og hrópa milli munn­bit­anna að hann „skuli þá bara borða þenn­an fjár­ans an­an­as“? Og Th­eresa May. Hún ætti auð­vit­að núna að fara í þing­ið og æpa þar hátt og snjallt að hún ætli þá bara að „brenna þetta bévít­ans Brex­it­sam­komu­lag!“

Í hinu til­finn­inga ójafn­vægi Twitter­stormanna er lík­lega margt vit­laus­ara en að mæti óp­um með ópi. Að því sögðu vil ég að sjálf­sögðu lýsa því yf­ir að muni þessi af­staða mín skapa al­menna reiði á sam­fé­lags­miðl­um mun ég vita­skuld eyði­leggja tölv­una mína með hjól­sög og aldrei skrifa pist­il aft­ur.

Þetta er ekki rétt­látt ástand. Það er eng­in sann­girni fólg­in í því að fólk missi lífs­við­ur­væri sitt, vini og orð­spor út af einu hlið­ar­spori.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.