Merkisat­burð­ir

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

1493 Kristó­fer Kól­umbus og fylgd­arlið hans geng­ur á land á ey sem hann fann degi áð­ur. Eyj­an hlaut nafn­ið San Ju­an Baut­i­sta en þekk­ist nú und­ir nafn­inu Pú­er­tó Ríkó.

1594 Hvítá í Ár­nes­sýslu þorn­ar upp á tveim­ur stöð­um í stormi og var geng­ið þurr­um fót­um út í hólma í ánni. 1794 Banda­rík­in og Bretland und­ir­rita Jay sam­komu­lag­ið en með því var stefnt að því að binda enda á ým­is vanda­mál sem hlut­ust af frels­is­stríði Banda­ríkj­anna.

1816 Há­skól­inn í Var­jsá stofn­að­ur.

1875 Stytta af Bertel Thor­vald­sen, gerð af hon­um sjálf­um, af­hjúp­uð á Aust­ur­velli á 105 ára af­mæli Thor­vald­sens. Stytt­an var flutt í Hljóm­skála­garð­inn 56 ár­um síð­ar.

1875 Thor­vald­sen fé­lag­ið stofn­að í Reykjavík. Stofn­end­ur voru 24 kon­ur og var þetta fyrsta kven­fé­lag í Reykjavík. 1881 Lof­steinn skell­ur á jörð­inni skammt frá þorp­inu Grosslie­bent­hal, suð­vest­ur af Odessa, í Úkraínu.

1899 Frí­kirkju­söfn­uð­ur­inn stofn­að­ur í Reykjavík.

1917 Indira Gand­hi fæð­ist.

1919 Fé­lag ís­lenskra hjúkr­un­ar­kvenna stofn­að.

1941 Sjóorr­usta HMAS Syd­ney og HSK Kormor­an fer fram skammt frá vest­ur­strönd Ástr­al­íu. Bæði skip sökkva og far­ast 645 Ástr­alir og 77 Þjóð­verj­ar með þeim.

1944 Banda­rík­in hefja sölu á skulda­bréf­um fyr­ir fjór­tán millj­arða Banda­ríkja­doll­ara til að fá fjár­magn fyr­ir stríðs­rekst­ur sinn.

1946 Ís­land geng­ur inn í Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar.

1959 Auð­ur Auð­uns kjör­inn borg­ar­stjóri í Reykjavík fyrst kvenna. Auð­ur sat í embætti í tæp­lega ár ásamt Geir Hall­gríms­syni.

1967 Malíski her­inn ræn­ir völd­um og tek­ur her­for­ingja­stjórn við stjórn­artaum­um lands­ins. 1969 Apollo 12 nær til tungls­ins og verða Peter Conrad og Al­an Ben núm­er þrjú og fjög­ur til að drepa fæti nið­ur á tungl­inu. 1969 Knatt­spyrnugoð­sögn­in Pelé skor­ar sitt þús­und­asta mark.

1974 Geirfinn­ur Ein­ars­son hverf­ur í Kefla­vík.

2004 Slags­mál brjót­ast út milli leik­manna og stuðn­ings­manna Indi­ana Pacers og Detroit Pist­ons í NBA-deild­inni í körfu­bolta þeg­ar tæp mín­úta er til leiks­loka. Níu leik­menn eru sett­ir í sam­tals 146 leikja bann en mun­aði þar mestu um 86 leikja bann Rons Artest.

2007 Skráa­skipt­a­síð­unni Tor­rent.is lok­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.