Hvað? Hvenær? Hvar? Mánu­dag­ur

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR ÞRAUTIR - [email protected]­bla­did.is FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

19. NÓV­EM­BER 2018 Tónlist

Hvað? Sin­fón­íu­tón­leik­ar í Seltjarn­ar­nes­kirkju

Hvenær? 20.00 Hvar? Seltjarn­ar­nes­kirkja Nem­endasin­fón­íu­hljóm­sveit JSO Tulln frá Aust­ur­ríki. Strengja­leik­ar­ar frá Suzuki skól­an­um í Gdańsk í Póllandi. Strengja­sveit Tón­skóla Sig­ur­sveins D. Krist­ins­son­ar ásamt ein­leik­ur­um á pí­anó: Guð­finn­ur Sveins­son, Þór­berg­ur Bolla­son og Þór­hild­ur Katrín Bald­urs­dótt­ir.

Við­burð­ir

Hvað? Mán­að­ar­leg­ur mánu­dag­ur - Jafn­rétti fyr­ir alla

Hvenær? 20.00

Hvar? Átak – fé­lag fólks með þroska­höml­un, Háa­leit­is­braut

Gísli Björnsson og Ragn­ar Smára­son starfa sem verk­efna­stjór­ar við Há­skóla Ís­lands yf­ir verk­efn­inu Jafn­rétti fyr­ir alla. Á mánu­dag­inn 19. nóv­em­ber munu þeir koma og segja okk­ur frá starfi sínu og hug­mynda­fræð­ini á bak við verk­efn­ið. Verk­efn­ið er fjöl­breytt og snýr til dæm­is að rann­sókn­um og akti­v­isma. Frá ár­inu 2016 hafa Gísli og Ragn­ar hald­ið jafn­rétt­is­fræðslu í fram­halds­skól­um, há­skól­um og fyr­ir þá sem ósk­að hafa eft­ir fræðslu. Markmið fræðsl­un­ar er að efla vit­und fólks um fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins og jafn­an rétt fólks óháð kyn­gervi, fötl­un, kyn­hneigð, stöðu eða annarra fé­lags­legra þátta.

Sýn­ing­ar

Hvað? End­urteikn­ing

Hvenær? 11.00

Hvar? Borg­ar­bóka­safn­ið Gróf­inni End­urTeikn­ing er sam­sýn­ing Fyr­ir­mynd­ar, fé­lags mynd­höf­unda inn­an FÍT. „Bók­ar­káp­an sem ég vildi óska að ég hefði feng­ið að teikna“er inn­blást­ur sýn­ing­ar­inn­ar. End­urTeikn­ing sýn­ir nýj­ar káp­ur á áð­ur út­gefn­um ís­lensk­um bók­mennta­verk­um eft­ir starf­andi mynd­höf­unda og mynd­list­ar­nema inn­an Fyr­ir­mynd­ar.

Hvað? Áfram streym­ir

Hvenær? 12.00

Hvar? Lista­sal­ur Mos­fells­bæj­ar Krist­ín Tryggva­dótt­ir er fædd í Reykjavík ár­ið 1951. Mynd­list­ar­fer­ill henn­ar hófst ár­ið 1970 er hún nam við Kenn­ara­há­skóla Ís­lands með mynd­list sem val­grein m.a. und­ir hand­leiðslu Bene­dikts Gunn­ars­son­ar mynd­list­ar­manns. Það­an lágu leið­ir í Mynd­lista- og hand­íða­skól­ann, Mynd­lista­skóla Reykja­vík­ur og Mynd­lista­skóla Kópa­vogs. Krist­ín á að baki marg­ar einka­sýn­ing­ar og hef­ur tek­ið þátt í sam­sýn­ing­um heima og er­lend­is m.a. á Ítal­íu, í Dan­mörku, Banda­ríkj­un­um, Sví­þjóð, Skotlandi og Englandi.

Hvað? Á mynd­list­ar­braut­inni – ljós­mynda­sýn­ing á Mokka

Hvenær? 08.00

Hvar? Mokka Kaffi Ljós­mynda­sýn­ing Brynj­ólfs Helga­son­ar á Mokka frá 25. októ­ber til 28. nóv­em­ber næst­kom­andi. „Þessi sýn­ing er sett upp til heið­urs lista­fólki, kon­um og körl­um, sem ég hitti eða sá gegn­um lins­una og mynd­irn­ar birt­ust fyrst í myrkra­her­berg­inu í Aðalstræt­inu og sum­ar síð­an í Mogg­an­um en ekki sta­f­rænt beint á skján­um. Mynd­irn­ar eru tekn­ar þeg­ar lista­menn­irn­ir voru að opna sýn­ing­ar á verk­um sín­um á ýms­um stöð­um, þ.á.m. á Mokka á ár­un­um 19711976. Þær eru tekn­ar á 35mm svart/hvít­ar 400ASA film­ur, síð­an skann­að­ar og upp­lausn­ar­gæði nokk­uð mis­jöfn.“

Hvað? Mál­verka­sýn­ing Grétu Berg: „Græni mað­ur­inn“ Hvenær? 09.00

Hvar? Heilsumið­stöð Reykja­vík­ur, Grens­ás­vegi

Á sýn­ing­unni eru sýnd mál­verk Grétu Berg, sem eru gerð eft­ir stein­um sem hún fann í læk of­an við Kirkju­hvamm fyr­ir of­an Hvammstanga. Græni mað­ur­inn: and­lit hans var á stein­un­um og það er hróp frá Móð­ur Jörð.

Hvað? Árni Már Erlings­son – Öld­ur ald­anna Hvenær? 09.00

Hvar? Lista­menn Galle­rí, Skúla­götu Sjór er við­fangs­efni sem hef­ur ver­ið Árna hug­leik­ið und­an­far­in ár, ekki ein­göngu í verk­um hans held­ur hef­ur hann ver­ið ið­inn við sjó­böð og sund. Með­al verka á sýn­ing­unni eru mál­verk, prent­verk og verk­færi sem Árni hef­ur sett sam­an og sýn­ir sem skúlp­túra. Ídýf­ing­ar­kassi sem not­að­ur er við eft­ir­vinnslu á silki­þrykkt­um prent­um, öldustill­ir og öldu­fyll­ir.

Hvað? Hug­ar­heim­ur kynVeru Hvenær? 09.00

Hvar? Kaffi Lauga­læk­ur, Laug­ar­nes­vegi

kynVera er ný skáld­saga skrif­uð af Siggu Dögg kyn­fræð­ingi. Sag­an veit­ir inn­sýn í dag­bók ung­lings­stúlk­unn­ar Veru þar sem hún velt­ir því fyr­ir sér ást­inni, lík­am­an­um og kyn­lífi. Sag­an bygg­ir á raun­veru­leg­um at­burð­um úr lífi henn­ar þeg­ar hún var ung­ling­ur, og spurn­ing­um og sam­ræð­um ung­linga í kyn­fræðslu hjá henni um land allt und­an­far­in átta ár. Um er að ræða sýn­ingu tengda bók­inni.

Hvað? Ingólf­ur Arn­ars­son: Jarð­hæð Hvenær? 10.00

Hvar? Hafn­ar­hús Sýnd eru ný verk eft­ir mynd­list­ar­mann­inn Ingólf Arn­ar­son í A-sal Hafn­ar­húss. Ingólf­ur hef­ur ver­ið áhrifa­mik­ill í ís­lensku list­a­lífi allt frá því að hann lauk list­námi í Hollandi snemma á ní­unda ára­tugn­um. Teikn­ing hef­ur ætíð skip­að veiga­mik­inn sess í list­sköp­un hans en teikn­ing­ar Ing­ólfs ein­kenn­ast af fín­gerð­um lín­um, ná­kvæmni og tíma. Hann hef­ur jafn­framt unn­ið verk á stein­steypu þar sem þyngd iðn­að­ar­fram­leiddra ein­inga mynd­ar und­ir­lag næmra litatóna.

Hvað? Jó­hann­es S. Kjar­val: ...líf­gjafi stórra vona

Hvenær? 10.00

Hvar? Hafn­ar­hús­ið

Jó­hann­es Sveins­son Kjar­val (1885- 1972) er einn ást­sæl­asti lista­mað­ur þjóð­ar­inn­ar og arf­leifð hans lif­ir í fjöl­breyttu lífs­verki sem nær yf­ir fjölda mál­verka af nátt­úru lands­ins, kynja­ver­um sem þar leyn­ast og fólk­inu í land­inu.

Þannig má skipta mynd­efni Kjar­vals gróf­lega í þrjá hluta; lands­lags­mynd­ir, fant­así­ur og manna­mynd­ir.

Hvað? Er­ró: Svart og hvítt

Hvenær? 10.00

Hvar? Hafn­ar­hús­inu

Á þess­ari sýn­ingu gef­ur að líta um þrjá­tíu ný og ný­leg svart­hvít mál­verk eft­ir Er­ró. Verk­in, sem flest koma beint frá vinnu­stofu hans í Pa­rís, vitna enn og aft­ur um sköp­un­ar­kraft og upp­finn­inga­semi lista­manns­ins.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Lóa Hjálm­týs­dótt­ir og fleiri lista­menn sýna á sýn­ing­unni End­urteikn­ing sem fram fer í Borg­ar­bóka­safn­inu Gróf­inni.

Árni Már sýn­ir list sína í Lista­menn á Skúla­göt­unni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.