Verð­um að vera öfl­ugri í frá­kasta­bar­átt­unni

Fréttablaðið - - SPORT -

Hild­ur Björg Kjart­ans­dótt­ir, fram­herji ís­lenska kvenna­lands­liðs­ins í körfu­bolta, stóð í ströngu í bar­átt­unni við há­vax­ið lið Slóvaka sem vann sann­fær­andi sig­ur gegn því ís­lenska í leik lið­anna í undan­keppni EM 2019 á laug­ar­dag­inn.

Hún var næst stiga­hæsti leik­mað­ur ís­lenska liðs­ins í leikn­um með átta stig og tók þar að auki þrjú frá­köst. Hild­ur Björg sagði töl­urn­ar í leikn­um ekki gefa rétta mynd af þró­un leiks­ins.

„Mér fannst þetta allt of stór sig­ur mið­að við hvernig leik­ur­inn þró­að­ist. Við náð­um að halda þeim fyr­ir fram­an okk­ur þeg­ar við vor­um að verj­ast í fyrstu þrem­ur leik­hlut­un­um. Það var fínt flæði í sókn­ar­leikn­um og þetta leit bara vel út,“sagði hún í sam­tali við Frétt­blað­ið eft­ir leik­inn.

„Við hefð­um hins veg­ar klár­lega getað gert bet­ur í bar­átt­unni um frá­köst­in. Þær fengu allt of oft tvo og jafn­vel þrjá mögu­leika til þess að skora. Það er erfitt að ná hag­stæð­um úr­slit­um ef þú stend­ur þig ekki í stykk­inu við að rífa nið­ur frá­köst,“sagði þessi öfl­ugi fram­herji en hún hef­ur lög að mæla þar sem Slóvakía tók 54 frá­köst á móti 34 frá­köst­um hjá

Íslandi.

„Við get­um tek­ið öfl­ug­an varn­ar­leik okk­ar fram­an af leik með okk­ur í næsta leik. Við þurf­um hins veg­ar að fá meira flæði í langa kafla í sókn­inni. Það þurfa fleiri að leggja í púkk­ið þeg­ar kem­ur að stiga­skor­un.

Það var áræðni í okk­ar að­gerð­um í fyrri hálfleik og mik­il bar­átta í varn­ar­leikn­um. Þeg­ar líða tók á leik­inn skorti hins veg­ar aga og trú á verk­efn­ið báð­um meg­in á vell­in­um,“sagði þessi fyrr­ver­andi leik­mað­ur Snæ­fells.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.