Tug­ir millj­óna í sekt­ir vegna heimag­ist­ing­ar

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Ósk­að hef­ur ver­ið eft­ir lög­reglu­rann­sókn og eft­ir at­vik­um lok­un á átta rekstr­ar­leyf­is­skyld­um gisti­stöð­um ut­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, frá því heimag­ist­ing­ar­vakt ferða­mála­ráð­herra var sett á lagg­irn­ar í sum­ar með 64 millj­óna fjár­magni til eins árs.

Á sama tíma­bili hef­ur lög­regla stöðv­að starf­semi þriggja rekstr­ar­leyf­is­skyldra gisti­staða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Fyr­ir­hug­að­ar og álagð­ar stjórn­valds­sekt­ir vegna brota á skrán­ing­ar­skyldu gisti­staða nema nú þeg­ar tæp­um 40 millj­ón­um en um það bil sjö vik­ur eru síð­an sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hóf út­gáfu sekta sam­kvæmt sér­stök­um samn­ingi við ráðu­neyt­ið.

Þetta kem­ur fram í svari at­vinnu­vega-, ný­sköp­un­ar- og ferða­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Maríu Hjálm­ars­dótt­ur vara­þing­manns.

Í svar­inu kem­ur einnig fram að 80 pró­senta fjölg­un hef­ur orð­ið á skráð­um heimag­ist­ing­um það sem af er ári 2018.

Skráð­um heimag­ist­ing­um hef­ur fjölg­að um 80 pró­sent það sem af er ári 2018.

Ráð­herra ferða­mála er Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.