Rétt að manna stöð­ur áð­ur en byggt er upp

Borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins tel­ur það byrj­un á öf­ug­um enda að hefja upp­bygg­ingu nýrra leik­skóla. Fimm millj­arð­ar fara í að byggja nýja leik­skóla næstu fimm ár. Mönn­un­ar­vanda nán­ast lok­ið, seg­ir formað­ur skóla- og frí­stunda­ráðs.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM [email protected]­bla­did.is

Borg­in mun verja rúm­lega millj­arði á ári næstu fimm ár til upp­bygg­ing­ar á leik­skól­um. Full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í skóla- og frí­stunda­ráði tel­ur að með því sé byrj­að á öf­ug­um enda og rétt­ara sé að tryggja mönn­un nú­ver­andi leik­skóla áð­ur en upp­bygg­ing hefst. Formað­ur Brú­um bil­ið, stýri­hóps um upp­bygg­ing­una, seg­ir mönn­un­ar­vand­ann nán­ast úr sög­unni.

Skip­að var í Brú­um bil­ið vor­ið 2016 en verk­efni hóps­ins var að brúa bil­ið milli fæð­ing­ar­or­lofs og leik­skóla. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um hóps­ins verð­ur rým­um fjölg­að um allt að 750 til að tryggja að árs­göml­um börn­um pláss á leik­skóla fyr­ir lok 2023. Fimm ný­ir leik­skól­ar verða byggð­ir og byggt við leik­skóla þar sem eft­ir­spurn er mik­il.

Þá verða sér­stak­ar ung­barna­deild­ir sett­ar á fót við borg­ar­rekna leik­skóla sem hafa fjór­ar deild­ir eða fleiri. Sem stend­ur falla 46 leik­skól­ar í þann flokk. Að end­ingu er stefnt að því að nýju leik­skól­arn­ir verði stærri en þeir sem fyr­ir eru. Með­al­fjöldi á leik­skóla nú er 91 barn en með nýju skól­un­um er mið­að að því að 120 til 200 börn verði und­ir sama þaki.

„Þetta hef­ur ver­ið hörku­vinna unn­in í ágætri þver­póli­tískri sátt. Þetta er sögu­leg upp­bygg­ing sem mið­ar að því að ljúka leik­skóla­bylt­ingu sem hófst fyr­ir um ald­ar­fjórð­ungi,“seg­ir Skúli Helga­son, formað­ur skóla- og frí­stunda­ráðs og Brú­um bil­ið.

„Ég tel að það sé svo­lít­ið ver­ið að byrja á öf­ug­um enda þar sem við er­um enn með bið­lista. Í sum­ar voru send út bréf til barna um stöðu á bið­lista og það eru ekki öll börn enn kom­in á leik­skóla. Við ætt­um að byrja að leysa mönn­un­ar­vanda áð­ur en við för­um að koma fleiri börn­um inn á skól­ana,“seg­ir Val- gerð­ur Sig­urð­ar­dótt­ur, borg­ar­full­trúi Sjálfs­stæð­is­flokks­ins og full­trúi í skóla- og frí­stunda­ráði.

Skúli seg­ir hins veg­ar að mik­ið hafi áunn­ist í þeim mál­um og stað­an nú sé helm­ingi betri en í fyrra. Að­eins séu um tíu börn sem ekki séu kom­in með pláss eða dag­setn­ingu á því hvenær pláss fæst.

„Það eru helm­ingi færri ómann­að­ar stöð­ur sem rekja má til þeirra að­gerða sem borg­in hef­ur grip­ið til til þess að bæta vinnu­um­hverfi leik­skóla. Við höf­um var­ið um millj­arði til þess. Að með­al­tali vant­ar um hálft stöðu­gildi á leik­skól­ana. Það er varla mann­ekla held­ur eðli­leg starfs­manna­velta,“seg­ir Skúli.

Að með­al­tali vant­ar um hálft stöðu­gildi á leik­skól­ana. Það er varla mann­ekla held­ur eðli­leg starfs­manna­velta. Skúli Helga­son, formað­ur skóla- og frí­stunda­ráðs

Lagst verð­ur í mikla upp­bygg­ingu næstu fimm ár, ný­ir og stærri leik­skól­ar verða byggð­ir og ung­barna­deild­um fjölg­að til muna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.