Tíðni vopn­aðra út­kalla sér­sveit­ar­inn­ar marg­fald­ast und­an­far­in ár

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – aá

Vopn­uð út­köll og verk­efni sér­sveit­ar­inn­ar nærri þreföld­uð­ust milli ár­anna 2016 til 2017, voru 108 ár­ið 2016 en 298 ár­ið á eft­ir. Þetta kem­ur fram í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Smára McC­art­hy um vopn­uð verk­efni og út­köll sér­sveit­ar lög­reglu.

Sam­kvæmt svar­inu eru helstu skýr­ing­ar á þess­ari miklu aukn­ingu fjölg­un á til­kynn­ing­um til lög­reglu um vopn­aða ein­stak­linga en þær tvö­föld­uð­ust á milli ár­anna 2016 og 2017 og á fyrstu níu mán­uð­um þessa árs hafa til­kynn­ing­ar til lög­reglu um vopn­aða ein­stak­linga ver­ið 157 tals­ins en þær voru 174 allt ár­ið á und­an.

Í svari ráð­herra kem­ur fram að það sé ekki stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar að fjölga vopn­uð­um verk­efn­um eða út­köll­um lög­reglu og eng­ar breyt­ing­ar hafi ver­ið gerð­ar á starfs­regl­um, mála­flokk­um eða að­gerða­venj­um lög­reglu eða sér­sveit­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Skýr­ing­ar á aukn­ingu skot­vopna­notk­un­ar, til­kynn­inga til lög­reglu og vopn­aðra út­kalla og verk­efna sér­sveit­ar­inn­ar sé að finna í eðli brota og sam­setn­ingu brota­manna í land­inu.

Þá er í svar­inu tæpt á ýms­um að­gerð­um sem ráð­ist hef­ur ver­ið í á und­an­förn­um ár­um. Við­bótar­fjármagni var var­ið til efl­ing­ar lög­gæslu al­mennt í land­inu, til kaupa á bún­aði og um­fangs­mikl­ar skipu­lags­breyt­ing­ar hjá lög­regl­unni með fækk­un lög­reglu­embætta úr 15 í níu og að­skiln­aði lög­reglu­embætta og sýslu­mann­sembætta ár­ið 2015.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Sér­sveit­in sinn­ir út­kalli á Seltjarn­ar­nesi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.