For­föll í lands­lið­inu

Fréttablaðið - - SPORT S PORT - – iþs

Ester Ósk­ars­dótt­ir og Þórey Anna Ás­geirs­dótt­ir fóru ekki með ís­lenska kvenna­lands­lið­inu í hand­bolta til Nor­egs í gær. Ester glím­ir við veik­indi og Þórey við meiðsli. Steinunn Hans­dótt­ir, leik­mað­ur Hor­sens, var köll­uð inn í ís­lenska hóp­inn í stað Þóreyj­ar.

Ís­land mæt­ir Kína og B-liði Nor­egs í vináttu­lands­leikj­um í vik­unni. Leik­irn­ir eru lið­ur í und­ir­bún­ingi fyr­ir undan­keppni HM.

Þar er ís­lenska lið­ið í riðli með Ma­kedón­íu, Tyrklandi og Aser­baíd­sj­an. Leik­ið verð­ur í Skopje, Ma­kedón­íu, dag­ana 30. nóv­em­ber til 2. des­em­ber.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.