Stað­fest­ing á að við sé­um að gera eitt­hvað áhuga­vert

Davíð Freyr Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Aur­ora Sea­food, tók við framúr­stefnu­verð­laun­um Sjáv­ar­út­vegs­ráð­stefn­unn­ar fyr­ir sæ­bjúgna­veið­ar og vinnslu við Ís­lands­strend­ur.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT - [email protected]­bla­did.is

Við er­um eina Evr­ópu­þjóð­in sem veið­um sæ­bjúgu að ein­hverju marki, afl­inn á þessu ári fer senni­lega í sex þús­und tonn. Það er al­veg slatti,“seg­ir Davíð Freyr Jóns­son eft­ir að hafa hlot­ið verð­laun Sjáv­ar­út­vegs­ráð­stefn­unn­ar 2018 fyr­ir fram­sækna og frum­lega starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins Aur­ora Sea­food, við veið­ar og vinnslu sæ­bjúgna.

„Við stofn­uð­um út­gerð og byrj­uð­um að brasa í þessu fyr­ir al­vöru 2016, þó fyrstu til­raun­ir hafi ver­ið ár­ið 2003. Vor­um lengi ut­an radars og nú fyrst er starf­sem­in að skjóta rót­um. Sótt­um um styrk til Evr­ópu­sam­bands­ins og feng­um hann í fyrra, um 200 millj­ón­ir króna. Sá pen­ing­ur fór í að þróa veið­ar­fær­in og þessa vél sem við vor­um að fá verð­laun fyr­ir.“

Davíð Freyr kveðst vera land­krabbi, kom­inn til sjós. „Ég er upp­al­inn á Fljóts­dals­hér­aði en er með skip­stjórn­ar­rétt­indi á allt að tólf metra bát­um.“Hann seg­ir slíka báta of litla fyr­ir þess­ar veið­ar og því hafi stærra skip, Klett­ur ÍS, ver­ið keypt. Hann seg­ir sæ­bjúgnamið­in vera bæði fyr­ir aust­an og vest­an land svo Klett­ur sé mik­ið á flakk­inu.

Vinnsla sæ­bjúgn­anna er ekki und­ir merkj­um Aur­ora Sea­food enn­þá, held­ur er henni út­vistað til manns á Stokks­eyri, að sögn Davíðs Freys. En hvernig eru veið­ar­fær­in fyr­ir sæ­bjúg­un?

„Þau eru keðju­glugg­ar sem eru dregn­ir yf­ir botn­inn. Við reyn­um auð­vit­að að hafa rask­ið sem minnst,“lýs­ir hann og seg­ir Kín­verja um all­an heim að­al­við­skipta­vin­ina fyr­ir sæ­bjúg­un. „Þó eru marg­ir Ís­lend­ing­ar farn­ir að nota sæ­bjúgna­arfurð­ir sjálf­ir, án þess kannski að vita af því, í töfl­um við lið­verkj­um.“

Þrátt fyr­ir að neysla sæ­bjúgna sé mest í As­íu gat Aur­ora Sea­food ekki sótt hug­mynd­ir að veið­ar­fær­um þang­að held­ur tók það ráð að þróa sín eig­in. „Það er svo mik­ið kaf­að eft­ir þessu sjáv­ar­fangi víða

um heim og svo er al­gengt að sæ­bjúgu séu al­in í kerj­um í As­íu,“út­skýr­ir Davíð Freyr.

Hann er að sjálf­sögðu af­ar ánægð­ur með þá við­ur­kenn­ingu sem í verð­laun-

un­um fel­ast. „Það var mjög gam­an að fá verð­laun­in. Þau eru stað­fest­ing á því að við sé­um að gera eitt­hvað sem fleir­um en okk­ur finnst áhuga­vert.“

Davíð Freyr, hæst­ánægð­ur með verð­launa­grip­inn Svi­föld­una og blóm­in.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.