Hvað? Hvenær? Hv­ar? Þriðju­dag­ur

Fréttablaðið - - VEÐUR, MYNDASÖGUR ÞRAUTIR - hv­[email protected]­bla­did.is

20. NÓV­EM­BER 2018 Tónlist

Hvað? Kvart­ett Söru Mjall­ar á Kexi Hvenær? 20.30

Hv­ar? Kex hostel, Skúla­götu

Á næsta Jazz­kvöldi Kex Hostels, þriðju­dag­inn 20. nóv­em­ber, kem­ur fram kvart­ett pí­anó­leik­ar­ans Söru Magnús­dótt­ur. Kvart­ett­inn skipa, auk henn­ar, þeir Ósk­ar Guð­jóns­son á saxó­fón, Þorgrím­ur Jóns­son á kontrabassa og Matth­ías Hem­stock á tromm­ur. Þema tón­leik­anna verð­ur skandi­nav­ísk­ur djass og mun kvart­ett­inn spila lög sem öll eiga upp­runa sinn í Sk­andi­nav­íu, bæði þjóð­lög í djass­bún­ingi en einnig nýrri tónlist eft­ir djass­tón­list­ar­menn eins og Es­björn Sven­son, Hanna Pauls­berg og aðra. Einnig mun kvart­ett­inn flytja nokk­ur lög eft­ir Söru.

Hvað? DJ Daddy Issu­es Hvenær? 19.30

Hv­ar? Iðnó

DJ Daddy Issu­es spil­ar í Iðnó.

Hvað? R6013: xGadda­vírx, Snowed In, Skerð­ing

Hvenær? 18.00

Hv­ar? Ing­ólfs­stræti 20

Tón­leik­ar í R6013. Op­ið öll­um ald­urs­hóp­um. Fram­lög eru frjáls en vel þeg­in. Dýra­af­urða­laus mat­ur í boði.

Við­burð­ir

Hvað? Bóka­kvöld á Kaffi Lauga­læk Hvenær? 20.00

Hv­ar? Kaffi Lauga­læk­ur, Laug­ar­nes-

vegi

Fram koma rit­höf­und­ar sem lesa úr ný­út­gefn­um bók­um sín­um: Anna Ragna Foss­berg, Eyrún Ósk Jóns­dótt­ir, Guð­mund­ur Stein­gríms­son og Þórð­ur Snær Júlí­us­son.

Hvað? Bókasúpa 2018

Hvenær? 18.00

Hv­ar? Landa­kots­skóla

Þeir höf­und­ar sem munu kynna bæk­ur verða: Sigrún El­d­járn sem kynn­ir nýj­ustu bók sína Silf­ur­lyk­il­inn, fyrstu bók­ina í nýj­um þrí­leik. Bergrún Ír­is Sæv­ars­dótt­ir kynn­ir nýj­ustu bók sína Lang­elst­ur í leyni­fé­lag­inu, sjálf­stætt fram­hald bók­ar­inn­ar Lang­elst­ur í bekkn­um, sem kom út í fyrra. Guðni Kol­beins­son, þýð­andi hinna stór­skemmti­legu og vin­sælu bóka Da­vids Walliams, les úr nýj­ustu bók hans, Mið­næt­ur­geng­inu. Villi vís­inda­mað­ur, frá­bær að vanda, kynn­ir nýj­ustu vís­inda­bók­ina sína, þá fimmtu í röð­inni og mun sýna nokkr­ar skemmti­leg­ar til­raun­ir. Gest­um gefst tæki­færi til að kaupa bæk­ur höf­unda á til­boðs­verði á staðn­um, bæði nýju bæk­urn­ar sem ver­ið er að kynna ásamt fyrri bók­um.

Hvað? Rit­gerð mín um sárs­auk­ann Hvenær? 17.00

Hv­ar? Grön­dals­hús, Fischer­sundi Ást­ar­saga um föl­ar minn­ing­ar, um kyn­slóð­ir sem bug­ast og neyð­ast til að játa upp­gjöf sína, harm­leik­ur sem ekki verð­ur færð­ur í orð. Sárs­auki sem er rýt­ing­ur í hjarta okk­ar allra. En þessi rit­gerð er líka ein lít­il, græn rós. Fögn­um út­gáfu skáld­sög­unn­ar Rit­gerð mín um sárs­auk­ann eft­ir Ei­rík Guð­munds­son í Grön­dals­húsi á þriðju­dag­inn klukk­an fimm.

Hvað? Minn­ing­ar­dag­ur trans fólks Hvenær? 17.00

Hv­ar? Sam­tök­in ´78, Suð­ur­götu

Á hverju ári er minn­ing­ar­dag­ur trans fólks hald­inn há­tíð­leg­ur um heim all­an, en á þeim degi minn­umst við þess trans fólks sem hef­ur ver­ið myrt fyr­ir að vera trans. Trans Ís­land býð­ur vin­um, vanda­mönn­um og með­lim­um í at­höfn í hús­næði Sam­tak­anna '78 þar sem við mun­um koma sam­an og minn­ast þeirra sem fall­ið hafa frá um leið og við stönd­um við bak­ið á hvert öðru. Þau sem vilja koma fram með ræðu, ljóð, tón­list­ar­at­riði eða ann­að í til­efni dags­ins mega endi­lega hafa sam­band á Face­book-síðu okk­ar.

Hvað? Tæknikaffi | Gerðu þitt eig­ið hlað­varp

Hvenær? 17.30

Hv­ar? Borg­ar­bóka­safn­ið Gróf­inni Hef­ur þú eitt­hvað að segja sem þú vilt deila með um­heim­in­um? Gerðu þá þinn eig­in hlað­varps­þátt! Í fyrsta Tæknikaffi Borg­ar­bóka­safns­ins fara tækn­iséní­in okk­ar, þeir Ingi Þóris­son hljóð­mað­ur og Björn Unn­ar Vals­son vef­stjóri, yf­ir öll helstu tækni­legu at­rið­in sem þarf að huga að áð­ur en hlað­varps­þátt­ur er tek­inn upp og sett­ur á net­ið.

Hvað? Lofts­lags­breyt­ing­ar og haf­ið Hvenær? 16.00

Hv­ar? Naut­hóls­vík

Dr. Hrönn Egils­dótt­ir kynn­ir hvaða áhrif lofts­lags­breyt­ing­ar munu hafa á haf­ið og líf­ríki þess. Rann­sókn­ir Hr­ann­ar hafa m.a. beinst að þeirri ógn sem kalk­mynd­andi líf­ver­um staf­ar af þeim um­hverf­is­breyt­ing­um sem eru að verða í haf­inu vegna stór­tækr­ar los­un­ar mann­kyns á kol­díoxí­ði (CO2), sem leið­ir síð­an til súrn­un­ar sjáv­ar­ins og lækk­un­ar á kalk­mett­un í sjó. Er­ind­ið er hluti af um­hverf­is­fræðslu í tengsl­um við Blá­fána­vott­un Yl­strand­ar­inn­ar í Naut­hóls­vík. Það er hald­ið í Siglu­nesi í Naut­hóls­vík. Öll vel­kom­in.

Hvað? FFF – Fashi­on Film Festi­val

2018

Hvenær? 20.00

Hv­ar? Bíó Para­dís, Hverf­is­götu

Á há­tíð­inni Fashi­on Film Festi­val eru sýnd­ar tískumið­að­ar heim­ild­ar­mynd­ir. Haldn­ir verða við­burð­ir með sýn­ing­um og með því stefnt að því að auðga fag­sam­hengi tísku hér­lend­is og gefa nem­end­um í fag­inu tæki­færi til að koma sér á fram­færi og hitta aðra inn­an fags­ins.

Hvað? Rit­höf­unda­kvöld í Bóka­safni Seltjarn­ar­ness

Hvenær? 20.00 Hv­ar? Bóka­safn Seltjarn­ar­ness

Höf­unda­kvöld­ið er einn af okk­ar stærstu við­burð­um hausts­ins. Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir með nýja bók sína Svik. Sig­ur­steinn Más­son með ævi­sögu sína Geð­veikt með köfl­um. Gerð­ur Krist­ný með ljóða­bók sína Sálu­messu og Guð­rún Eva Mín­ervu­dótt­ir með skáld­sög­una Ást­in, Texas – sög­ur.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Guð­rún Eva Mín­ervu­dótt­ir og fleiri höf­und­ar lesa upp á rit­höf­unda­kvöldi Bóka­safns Seltjarn­ar­ness.

FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

Ei­rík­ur Guð­munds­son fagn­ar út­gáfu skáld­sögu sinn­ar Rit­gerð mín um sárs­auk­ann í Grön­dals­húsi í Fischer­sundi í kvöld.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.