Hlað­varp um krabba­mein

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - bene­dikt­[email protected]­bla­did.is

Kraft­ur, stuðn­ings­fé­lag ungs fólks sem grein­ist með krabba­mein, er 20 ára á næsta ári. Af því til­efni verð­ur blás­ið í há­tíð­ar­lúðra með alls kon­ar húll­um­hæi. Með­al verk­efna verð­ur að gera hlað­varps­þætti um krabba­mein en fyrsti þátt­ur­inn verð­ur tek­inn upp í dag.

Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Krafts, seg­ir að 20 ára af­mælis­ár fé­lags­ins verði stút­fullt af við­burð­um og fróð­leik. Með­al þess sem verð­ur gert eru 10-12 hlað­varps­þætt­ir en fyrsti þátt­ur­inn verð­ur tek­inn upp í dag.

„Fé­lags­menn okk­ar búa yf­ir svo ótrú­lega víð­tækri reynslu sem get­ur nýst öðr­um til góðs. Við­horf okk­ar fé­lags­manna eru eft­ir­tekt­ar­verð og mark­mið­ið er að fræða fólk sem er í þess­um spor­um um hvað mað­ur er að tak­ast á við,“seg­ir Hulda.

Hún seg­ir að plan­ið sé að ræða op­in­skátt um hvernig það sé að vera í þess­um að­stæð­um og finna alla mögu­lega vinkla til að tala um. Með­al ann­ars verð­ur rætt um kyn­líf, út­lits­breyt­ingu, börn, að­stand­end­ur og fleira. „Her­bert Mckenzie verð­ur um­sjón­ar­mað­ur en hann hef­ur

VIÐ ER­UM ALLTAF AÐ MINNA HVERT ANN­AÐ Á AÐ NJÓTA LÍÐANDI STUND­AR.

ver­ið með hlað­varp­ið Príma­tek­ið. Mér fannst það betra að fá ein­hvern sem stend­ur ut­an við fé­lag­ið til að sjá um þetta. Ef þetta væri ég til dæm­is, myndi ég spyrja öðru­vísi en hann sem stend­ur ut­an við.“

Hlað­varp­ið er að­eins hluti af dag-

skránni sem verð­ur yf­ir af­mælis­ár­ið en það mun byrja með pompi og prakt þann 12. janú­ar þeg­ar há­tíð­in Líf­ið er núna verð­ur hald­in fyr­ir fé­lags­menn.

„Við er­um alltaf að minna hvert ann­að á að njóta líðandi stund­ar með því að skapa vett­vang þar sem fólk get­ur kom­ið sam­an til að skapa góð­ar minn­ing­ar, hvort sem það er með við­burð­um eða sög­um sem end­ur­spegla að njóta skal líðandi stund­ar og að líf­ið sé núna eins og arm­bönd­in okk­ar minna á.“

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Krafts, er spennt fyr­ir kom­andi af­mælis­ári sem mun hefjast með mik­illi há­tíð þann 12. janú­ar. Hún von­ast til þess að hlað­varps­þætt­irn­ir verði tíu til tólf tals­ins.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Tólf­an og Kraft­ur setja Ís­lands­met í að perla. Hér eru Heim­ir Hall­gríms­son og Freyr Al­ex­and­ers­son að perla og Gummi Ben að lýsa.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.