Fá tæki­færi til að hlusta bet­ur á íbú­ana

Eig­end­ur kís­il­verk­smiðju í Helgu­vík ætla að verja 4,5 millj­örð­um í úr­bæt­ur og til að tryggja rekst­ur henn­ar. Boð­að er til íbúa­fund­ar um mál­efni verk­smiðj­unn­ar í kvöld. And­stæð­ing­ar stór­iðju í Helgu­vík hyggj­ast fjöl­menna á fund­inn og vinna áfram að hóp­máls

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - sig­hvat­[email protected]­bla­did.is

„Ég held að það sé nauð­syn­legt fyr­ir alla að fá að hitt­ast,“seg­ir Þórð­ur Ólaf­ur Þórð­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Stakks­bergs.

„Þetta er klár­lega tæki­færi fyr­ir okk­ur til að segja fólki frá þeirri miklu vinnu sem átt hef­ur sér stað við að und­ir­búa um­bæt­ur á verk­smiðj­unni. Þetta er líka tæki­færi fyr­ir okk­ur að heyra sjón­ar­mið­in og skila­boð­in kannski enn hærra en við heyrð­um þau með at­huga­semd­un­um sem bár­ust í sum­ar.“

Stakks­berg vinn­ur að því að koma kís­il­verk­smiðju sinni í Helgu­vík í gang. Hún var áð­ur rek­in af United Silicon. Fram­tíð kís­il­verk­smiðj­unn­ar hef­ur ver­ið mjög um­deild með­al bæj­ar­búa. Stakks­berg boð­ar til íbúa­fund­ar í Stapa í kvöld.

„Ég ætla að gera mitt besta til að fylla sal­inn. Ég hef ekki trú á öðru en að það tak­ist. Ef fólk er á móti þessu þá kem­ur á fund­inn,“seg­ir Ein­ar Már Atla­son, formað­ur sam­tak­anna And­stæð­ing­ar stór­iðju í Helgu­vík.

Í gær var birt á vef Skipu­lags­stofn­un­ar end­ur­skoð­uð til­laga að matsáætl­un fyr­ir nýtt um­hverf­is­mat verk­smiðj­unn­ar. Frest­ur til að gera at­huga­semd­ir er til 5. des­em­ber. Í til­kynn­ingu seg­ir að Stakks­berg ætli að verja 4,5 millj­örð­um króna til að gera nauð­syn­leg­ar úr­bæt­ur.

„Við höf­um sagt frá upp­hafi að við hygð­umst koma þess­ari verk­smiðju í það horf sem best ger­ist í þess­um geira. Þannig að þessi kostn­að­ur lýt­ur bæði að hrein­um úr­bót­um á þeim þátt­um sem Um­hverf­is-

stofn­un gerði at­huga­semd­ir við en líka að því að styrkja inn­viði verk­smiðj­unn­ar gagn­gert til að tryggja rekst­ur­inn,“seg­ir Þórð­ur.

Að­spurð­ur seg­ist Þórð­ur eiga von á því að fjár­fest­ing­in skili sér. „Ég á

von á því mið­að við þann áhuga fjár­festa sem hafa lýst sig áhuga­sama um verk­smiðj­una þannig ég á von á því að þetta fari vel.“

Ein­ar Már hvet­ur fólk til að senda inn at­huga­semd­ir. Hann hafi áhyggj­ur af því að bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæj­ar hafi þeg­ar ákveð­ið að verk­smiðj­an fari aft­ur í gang og að verk­smiðja Thorsil rísi. Vís­ar hann þar í um­mæli Kjart­ans Más Kjart­ans­son­ar bæj­ar­stjóra um að rekst­ur verk­smiðj­anna tveggja geti bjarg­að rekstri Helgu­vík­ur­hafn­ar.

„Mér finnst mjög óá­byrgt af bæj­ar­stjór­an­um að tala svona um þessi mál. En við mun­um berj­ast áfram með kjafti og klóm,“seg­ir Ein­ar.

Að sögn Ein­ars er vinna við hóp­mál­sókn sam­tak­anna langt kom­in. Snýr hún að því að koma í veg fyr­ir rekst­ur verk­smiðj­anna tveggja í Helgu­vík. „Von­andi klár­ast það í lok nóv­em­ber eða byrj­un des­em­ber áð­ur en það fer eitt­hvað meira í gang þarna.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Kísil­verk­smiðj­an sem United Silicon rak áð­ur í Helgu­vík.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.