Sex marka sig­ur gegn Kína

Fréttablaðið - - SPORT - – kpt

Ís­lenska kvenna­lands­lið­ið í hand­bolta vann sex marka sig­ur á Kína 30-24 í æf­inga­leik í gær. Leik­ur­inn sem fór fram í Nor­egi var hluti af und­ir­bún­ingi ís­lenska liðs­ins fyr­ir undan­keppni HM þar sem ís­lenska lið­ið hef­ur leik í Skopje, Ma­kedón­íu, þann 30. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Var þetta í þriðja sinn sem ís­lenska kvenna­lands­lið­ið mæt­ir því kín­verska á hand­bolta­vell­in­um og höfðu lið­in unn­ið hvort sinn leik­inn fyr­ir gær­dag­inn.

Kín­verska lið­ið byrj­aði leik­inn vel og hélt vel aft­ur af sókn­um ís­lenska liðs­ins. Leiddi kín­verska lið­ið með tveim­ur mörk­um, 13-11, þeg­ar lið­in gengu til bún­ings­klef­anna. Ís­lenska lið­inu gekk bet­ur að finna gluf­ur á varn­ar­leik Kín­verja í seinni hálfleik, náði að snúa leikn­um sér í hag og vinna sex marka sig­ur.

Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir var at­kvæða­mest í ís­lenska lið­inu með sjö mörk en Stein­unn Hans­dótt­ir sem kom stuttu fyr­ir leik inn í lið­ið í fjar­veru Þóreyj­ar Önnu Ás­geirs­dótt­ur var öfl­ug með fjög­ur mörk.

Ís­lenska lið­ið mæt­ir ríkj­andi Evr­ópu­meist­ur­um Nor­egs und­ir stjórn Þóris Her­geirs­son­ar á fimmtu­dag­inn.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

Þórey Rósa af­ar öfl­ug í sigri Ís­lands á Kína í gær.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.