Er­dog­an seg­ir MDE elska hryðju­verk

Fréttablaðið - - NEWS - – þea NORDICPHOTOS/AFP

Flokka mætti úr­skurð Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um að Tyrk­ir verði að leysa Sela­hatt­in Dem­irtas, fyrr­ver­andi leið­toga Kúr­da­flokks­ins HDP, úr haldi und­ir stuðn­ing við hryðju­verk. Þetta sagði Recep Tayyip Er­dog­an, for­seti Tyrk­lands, í ræðu í for­seta­höll­inni í gær.

Dóm­stóll­inn sagði að Tyrkj­um bæri að leysa Dem­irtas úr haldi á þriðju­dag. Sögðu að hann hefði ver­ið of lengi í gæslu­varð­haldi. Dem­irtas hef­ur ver­ið í haldi í um tvö ár og á yf­ir höfði sér 142 ára fang­els­is­dóm fyr­ir ým­is brot tengd meint­um stuðn­ingi við Verka­manna­flokk Kúrda (PKK) er Tyrk­ir, NATO og ESB flokka sem hryðju­verka­sam­tök.

„Ekk­ert ríki eða stofn­un sem lof­ar Gu­len­ista á rétt á því að tjá sig um lýð­ræði. Þetta er eng­in leit að rétt­læt­inu, þetta er ein­fald­lega ást á hryðju­verk­um,“sagði Er­dog­an og vís­aði þar til út­læga klerks­ins Fet­hullahs Gu­len. Hann hef­ur Er­dog­an sak­að um að bera ábyrgð á mis­heppn­aðri vald­aránstilraun ár­ið 2016.

Tyrkja­for­seti gagn­rýn­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.