Rúss­ar kæra Face­book

Fréttablaðið - - TÆKNI -

Definers-hneyksl­ið er vita­skuld ekki það eina sem Face­book stríð­ir við þessa dag­ana. Á þriðju­dag­inn kærði rúss­neska fyr­ir­tæk­ið Feder­al Agency of News (FAN) sam­fé­lags­mið­il­inn og krafð­ist þess að banni á að­gangi fyr­ir­tæk­is­ins á sam­fé­lags­miðl­in­um yrði aflétt. Aðgang­ur FAN var bann­að­ur vegna meintra óeðli­legra af­skipta Rússa af for­seta­kosn­ing­un­um 2016.

FAN sagð­ist raun­veru­leg­ur fréttamið­ill og held­ur því fram að með bann­inu hafi Face­book brot­ið gegn fjöl­miðla­frels­inu. Enga­dget greindi frá því að FAN hefði mögu­lega sterk tengsl við nettrölla­bú­ið In­ter­net Rese­arch Agency enda deilt með því skrif­stofu­hús­næði. Þá var Elena Kú­sjajnóva, sem Banda­ríkja­menn hafa ákært fyr­ir af­skipti af kosn­ing­um fyrr í mán­uð­in­um, í vinnu hjá FAN.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.