Auka þurfi eft­ir­lit með sér­sveit

Pró­fess­or tel­ur sér­sveit­ina þurfa ytra að­hald vegna þró­un­ar í vopna­burði. Sér­sveit­ar­menn fara mun oft­ar vopn­að­ir í út­köll og önn­ur verk­efni en áð­ur. Lögregla vís­ar til vax­andi ógn­ar af skipu­lagðri brot­a­starf­semi.

Fréttablaðið - - +PLÚS - adal­[email protected]­bla­did.is

„ Lög­regl­an starfar í um­boði okk­ar allra og hef­ur ein­ok­un á vald­beit­ingu í land­inu,“seg­ir Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í fé­lags­fræði, sem tel­ur sér­sveit Rík­is­lög­reglu­stjóra þurfa á ut­an­að­kom­andi eft­ir­liti og að­haldi að halda. Þró­un vopna­burð­ar hjá ís­lenskri lög­reglu hafi ver­ið mjög hröð og eðli­legt að þriðji að­ili taki þátt í því með lög­regl­unni og öðr­um stjórn­völd­um að hafa auga með þró­un­inni og veita lög­reglu að­hald og stuðn­ing með þess­um hætti. Helgi vís­ar hér til þeirr­ar miklu fjölg­un­ar út­kalla og verk­efna sem sér­sveit­ar­menn fara í vopn­að­ir skot­vopn­um en fram kom í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Smára McC­art­hy, að til­vik­in voru 108 ár­ið 2016 en 298 ár­ið 2017. Til­vik­in voru 177 á fyrstu níu mán­uð­um þessa árs.

Helgi tel­ur sam­fé­lag­ið þó al­mennt bera traust til sér­sveit­ar­inn­ar sem hafi ver­ið far­sæl í starfi en með til­liti til tíðni vopna­burð­ar í sam­fé­lag­inu og stífr­ar vopna­lög­gjaf­ar sé eðli­legt að þessi öra þró­un hjá sér­sveit­inni verði ekki einka­mál lög­regl­unn­ar. Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir þró­un­ina með­al ann­ars til­komna vegna skipu­lagðr­ar brot­a­starf­semi sem vaxi ásmeg­in og er­lendra glæpa­manna með her­þjálf­un að baki.

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra tel­ur skipu­lagða brot­a­starf­semi helstu sam­fé­lag­sógn á Íslandi í dag.

Bak­grunn­ur og þjálf­un er­lendra glæpa­manna, sem koma hing­að til lands vegna tengsla við skipu­lagða glæpa­hópa hér á landi, er þess eðl­is að hann kall­ar á auk­inn við­bún­að lög­reglu.

Þetta kem­ur fram í svari frá Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra við fyr­ir­spurn Frétta­blaðs­ins um fjölg­un vopn­aðra út­kalla og verk­efna sér­sveit­ar­inn­ar. Í svar­inu er vís­að til her­þjálf­un­ar „sem líkt og al­þekkt er fel­ur í sér þjálf­un í notk­un á skot­vopn­um og bar­daga­tækni“.

Í svar­inu seg­ir að mál­um þar sem vopn koma við sögu hafi fjölg­að að und­an­förnu en einnig er vís­að til ógn­ar sem sam­fé­lag­inu stafi af vax­andi skipu­lagðri brot­a­starf­semi og er­lend­um brota­mönn­um og sam­tök­um.

„Þetta svar rík­is­lög­reglu­stjóra er eðli­legt,“seg­ir Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands. Grein­ing­ar­deild­in hafi ít­rek­að bent á að skipu­lögð glæp­a­starf­semi fær­ist í vöxt, vopna­burð­ur af ýmsu tagi sé al­geng­ari nú en áð­ur og brot­in al­þjóð­legri.

„ Þessi aukn­ing á vopn­uð­um út­köll­um sér­sveit­ar­inn­ar er samt veru­leg á stutt­um tíma og vek­ur upp spurn­ingu um hvort löggæsla á Íslandi sé að fær­ast frá al­mennri lög­gæslu eins og við þekkj­um hana í átt að sér­skip­uð­um vopn­uð­um sveit­um, að það sé tal­ið nauð­syn­legt til að hafa vað­ið fyr­ir neð­an sig í æ fleiri til­fell­um. Og þá um leið opna á að lög­regl­an öll verði bú­in skot­vopn­um við öll skyldu­störf, að það verði smám sam­an tal­ið eðli­legt í ljósi breyttra að­stæðna,“seg­ir Helgi.

Helgi legg­ur áherslu á að sér­sveit­in hafi ver­ið far­sæl í starfi þeg­ar á heild­ina er lit­ið og áunn­ið sér traust í sam­fé­lag­inu sem nauð- syn­leg­ur að­ili í stjórn­kerf­inu, enda búi sveit­in yf­ir mjög vel þjálf­uð­um lög­reglu­mönn­um sem hafa far­ið í gegn­um mjög ströng inn­töku­skil­yrði og próf.

„Sp­urn­ing­in aft­ur á móti er hvort ekki væri heppi­legt fyr­ir sér­sveit­ina og borg­ar­ana að hafa óháða nefnd eða ein­hvern þriðja að­ila sem hef­ur yf­ir­sýn yf­ir mál­efni sveit­ar­inn­ar og þau mál sem koma upp,“seg­ir Helgi og bæt­ir við:

„Sér í lagi vegna þess að hér er nokk­uð stíf skot­vopna­lög­gjöf, lög­regl­an hef­ur ein­ok­un á vald­beit­ingu og sér­sveit­in er vopn­uð. Því er ekki óeðli­legt að ytra eft­ir­lit sé starf­andi sem veiti henni að­hald og stuðn­ing þeg­ar við á og hafi auga með þess­ari þró­un,“seg­ir Helgi og vís­ar til örr­ar þró­un­ar í vopna­burði í ís­lenskri lög­gæslu.

Því er ekki óeðli­legt að ytra eft­ir­lit sé starf­andi sem veiti henni að­hald og stuðn­ing þeg­ar við á og hafi auga með þess­ari þró­un.

Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or við Há­skóla Ís­lands

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.