Bæj­ar­bú­ar fái sund­laug að gjöf

Odd­viti sveit­ar­stjórn­ar Vopna­fjarð­ar­hrepps seldi jörð sína til breska auð­kýf­ings­ins Ja­mes Ratclif­fe. Bæj­ar­bú­ar vilja að auð­kýf­ing­ur­inn geri eitt­hvað fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið. Odd­vit­inn sér ekk­ert að því. Íbú­ar á Vopna­firði eru klofn­ir í af­stöðu sinni til jarð

Fréttablaðið - - +PLÚS - [email protected]­bla­did.is

Íbú­ar skipt­ast í fylk­ing­ar á Vopna­firði um hvort þeir vilji að út­lend­ing­ar safni til sín jörð­um í sveit­ar­fé­lagi sem býr yf­ir veiði­hlunn­ind­um. Um­ræð­an um jarða­kaup Ratclif­fes snýst ekki að­eins um eign­ar­hald á jörð­um eða veiðirétt­indi. Hún hef­ur upp á síðkast­ið snú­ist um sund­laug. Sum­ir hafa sagt að það sé í lagi að stór­eigna­mað­ur eign­ist jarð­ir ef hann færi sam­fé­lag­inu eitt­hvað á móti. Hafa menn bent á að eng­in sund­laug sé í bæn­um og vilja fá úr því bætt.

Íbú­ar skipt­ast í fylk­ing­ar á Vopna­firði um hvort þeir vilji að út­lend­ing­ar safni til sín jörð­um í sveit­ar­fé­lagi sem búi yf­ir veiði­hlunn­ind­um. Nú er svo kom­ið að á fimmta tug jarða eru í eigu tveggja fé­laga. Ann­ars veg­ar Halcilla Ltd. í eigu Ja­mes Ratclif­fe, og Dyl­an Hold­ing, sem ekki er að fullu vit­að hver á en Jó­hann­es Krist­ins­son hef­ur far­ið fyr­ir lang­flest­um eign­um fé­lags­ins.

Sveit­ar­stjór­inn, Þór Stein­ars­son, seg­ir það auð­vit­að skrýt­ið að heilu dal­irn­ir séu í eigu sama að­il­ans. „Mönn­um þyk­ir auð­vit­að skrýt­ið að hafa getað veitt í sömu ánni næst­um allt sitt líf en nú sé það bara þannig að að­eins vin­ir Ratclif­fes fái að veiða í ánni og ekki einu sinni hægt að kaupa leyfi. Þetta hef­ur auð­vit­að heyrst og menn gagn­rýna þetta þannig,“seg­ir Þór. „En það eru einnig aðr­ir sem eru já­kvæð­ir og sjá að það sé þá hægt að fá eitt­hvað fyr­ir jarð­ir sem áð­ur voru verð­litl­ar.“

Odd­viti Vopna­fjarð­ar­hrepps, Sig­ríð­ur Braga­dótt­ir, hef­ur sjálf selt jörð sína, Síreks­staði, til Ja­mes Ratclif­fe. „Í sjálfu sér er það bæði gott og vont að út­lend­ing­ar eign­ist jarð­ir hér á landi,“seg­ir Sig­ríð­ur „Það er ekki ný bóla að út­lend­ing­ar kaupi hér jarð­ir og hót­el og ann­að slíkt. Það hef­ur gerst í ára­tugi. Hér í Vopna­firði hafa þeir til að mynda keypt eyðijarð­ir og jarð­ir sem enn er bú­ið á. Síð­an á eft­ir að koma í ljós hvaða áhrif þetta kann að hafa á sam­fé­lag­ið.“

Mönn­um þyk­ir auð­vit­að skrýt­ið að hafa getað veitt í sömu ánni næst­um allt sitt líf en nú sé það bara þannig að að­eins vin­ir Ratclif­fes fái að veiða. Þór Stein­ars­son, sveit­ar­stjóri á

Vopna­firði

Jarða­kaup Ja­mes Ratclif­fe á Norð­aust­ur­landi snú­ast ekki að­eins um eign­ar­hald á jörð­um eða veiðirétt­ind­um. Um­ræð­an hef­ur upp á síðkast­ið einnig snú­ist um sund­laug. Sum­ir hverj­ir hafa sagt að það sé allt í lagi að stór­eigna­mað­ur eign­ist jarð­ir ef hann komi með eitt- hvað til baka til sam­fé­lags­ins. Bent hef­ur ver­ið á að eng­in sund­laug sé í bæn­um og vilja sum­ir því fá sund­laug. Sig­ríð­ur kann­ast vel við þessa um­ræðu.

„Mér finnst ekk­ert að því að menn, sem eiga svona mik­il ítök á staðn­um, séu til­bún­ir til að leggja hönd á plóg við eitt­hvað. Þetta hef­ur ver­ið rætt og fólk er að ræða. Það er ekk­ert að því að þess­ir menn kæmu og bæru ábyrgð. Þess­ar jarð­ir eru í eigu hluta­fé­laga sem greiða ekki út­svar. Því koma eng­ir skatt­ar nema bara fast­eigna­skatt­ar,“seg­ir odd­viti hrepps­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.