Krefjast þess að bær­inn kaupi Odd­fellowblett

Hjón krefjast þess að Kópa­vogs­bær kaupi af þeim svo­kall­að­an Odd­fellowblett og greiði fyr­ir það „fullt verð“. Lög­mað­ur hjón­anna seg­ir í stefnu að bær­inn hafi brot­ið tvær grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar á þeim og beri því skylda til að kaupa.

Fréttablaðið - - +PLÚS - [email protected]­bla­did.is

Hjón á ní­ræðis­aldri hafa stefnt Kópa­vogs­bæ og krefjast þess að bær­inn kaupi af þeim svo­kall­að­an Odd­fellowblett í landi Gunn­ars­hólma.

Fram kem­ur í stefnu Sig­urð­ar G. Guð­jóns­son­ar lög­manns fyr­ir hönd hjón­anna Eddu Gunn­ars­dótt­ur og Kon­ráðs Adolphs­son­ar í Reykja­vík að þau hafi eign­ast Odd­fellowblett­inn með af­sali frá Mikla­bæ ehf. í sept­em­ber 2016. Land­ið af­markist að norð­an­verðu af Suð­ur­lands­vegi, að aust­an af Heið­merk­ur­vegi, að sunn­an af lækj­ar­far­vegi sem gangi út í Hólmsá og að vest­an af Hólmsá.

Fé­lag­ið Mikli­bær – sem reynd­ar er í eigu Kon­ráðs sjálfs – þá­ver­andi eig­andi Odd­fellowbletts­ins, krafð­ist þess fyr­ir úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála í maí 2016 að ákvörð­un bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs­bæj­ar frá því í apríl sama ár um að synja um heim­ild til að vinna deili­skipu­lag fyr­ir land­ið yrði ógilt. Ósk­að hafði ver­ið eft­ir leyfi fyr­ir 400 fer­metra íbúð­ar­húsi og 200 fer­metra hest­húsi. Í októ­ber 2017 hafn­aði úr­skurð­ar­nefnd­in því að ógilda synj­un Kópa­vogs­bæj­ar.

Í byrj­un apríl á þessu ári sendu hjón­in Kópa­vogs­bæ bréf og kröfð­ust þess með vís­an í nið­ur­stöðu úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar að bær­inn keypti af þeim Odd­fellowblett­inn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hekt­ara lands. Bréf­inu var ekki svar­að að því er seg­ir í stefnu lög­manns hjón­anna og ít­rek­uðu þau þá er­indi sitt með bréfi 7. októ­ber síð­ast­lið­inn.

„For­svars­menn stefnda [Kópa­vogs­bæj­ar] hafa ekki sýnt stefn­end­um [hjón­un­um] þá sjálf­sögðu kurt­eisi að svara bréfi þessu,“seg­ir í stefn­unni. Hjón­un­um sé því nauð­ug­ur sá kost­ur að höfða mál til að fá skor­ið úr um rétt­indi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðr­ir land­eig­end­ur.

Í stefn­unni seg­ir að Kópa­vogs­bær hafi brot­ið 72. grein stjórn­ar­skrár-

inn­ar sem fjall­ar um frið­helgi eign­ar­rétt­ar. „Við slík­ar að­stæð­ur verð­ur skerð­ing eign­ar­rétt­ar að byggja á lög­um og greiða þarf fyr­ir hana fullu verði,“seg­ir lög­mað­ur­inn.

Að auki er bær­inn sagð­ur hafa brot­ið 65. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar með því að mis­muna hjón­un­um og land­eig­end­um í Gunn­ars­hólma og Vatns­enda sem feng­ið hafi að bæta við mann­virkj­um. Ekk­ert í að­al­skipu­lagi ætti að koma í veg fyr­ir að veita hjón­un­um um­beð­ið leyfi og ekki væri brot­ið gegn al­manna­hags­mun­um með bygg­ing­un­um.

Stefna hjón­anna var lögð fram til kynn­ing­ar í bæj­ar­ráði Kópa­vogs í gær. Mál­ið verð­ur þing­fest 28. nóv­em­ber fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­ness.

For­svars­menn stefnda [Kópa­vogs­bæj­ar] hafa ekki sýnt stefn­end­um [hjón­un­um] þá sjálf­sögðu kurt­eisi að svara bréfi þessu. Úr stefnu eig­enda Odd­fellowbletts­ins.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Hesta­fólk­ið og hjón­in Kon­ráð Adolphs­son og Edda Gunn­ars­dótt­ir fengu ekki að byggja íbúð­ar­hús og hest­hús á Odd­fellowblettn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.