Úr svari rík­is­lög­reglu­stjóra um auk­inn vopna­burð

Fréttablaðið - - +PLÚS -

Í svari Rík­is­lög­reglu­stjóra til Frétta­blaðs­ins seg­ir að sam­kvæmt grein­ing­ar­deild embætt­is­ins hafi á bil­inu 70 - 90 ein­stak­ling­ar teng­ist skipu­lagðri glæp­a­starf­semi á Íslandi með bein­um hætti. Að auki séu um 50 ein­stak­ling­ar laustengd­ir skipu­lögð­um hóp­um sem lögregla hef­ur kort­lagt. Sam­kvæmt mati lög­reglu hlaupi sam­an­lögð velta skipu­lagðr­ar glæp­a­starf­semi á hundruð­um millj­óna ár hvert.

Þá sjá­ist þess merki að harka og of­beldi fær­ist í vöxt í ís­lensk­um und­ir­heim­um. Ít­rek­að finn­ist skot­vopn, hníf­ar og bar­efli við hand­tök­ur, hús­leit­ir og af­skipti af fólki. Þá búi lög­regl­an yf­ir upp­lýs­ing­um um ein­stak­linga sem hafi bæði löng­un og getu til að fremja voða­verk.

Frá ár­inu 2008 hafi gein­ing­ar­deild­in vak­ið at­hygli á þeirri ógn sem stafi af skipu­lagðri glæp­a­starf­semi í land­inu og lýst því mati að þessi sam­fé­lag­sógn sé sú al­var­leg­asta sem Ís­lend­ing­ar standi frammi fyr­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.