Öldr­uð kona stakk tengda­son sinn í bring­una

Fréttablaðið - - +PLÚS - – smj

Lands­rétt­ur stað­festi á mið­viku­dag úr­skurð Hér­aðs­dóms Vest­ur­lands um áfram­hald­andi gæslu­varð­hald yf­ir konu á átt­ræðis­aldri sem grun­uð er um til­raun til mann­dráps.

Kon­an er sök­uð um að hafa að­faranótt 10. nóv­em­ber síð­ast­lið­ins stung­ið tengda­son sinn í bring­una með hníf í heima­húsi á Akra­nesi.

Helgi Pét­ur Ottesen, rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur á Akra­nesi, sagði í sam­tali við Fréttablaðið.is í gær að mað­ur­inn hefði slopp­ið vel en þurft að gang­ast und­ir að­gerð um nótt­ina. Mað­ur­inn, sem er á fimm­tugs­aldri, hef­ur ver­ið út­skrif­að­ur af spít­ala.

Kon­an hef­ur ver­ið í haldi lög­reglu frá því at­vik­ið átti sér stað og er mál­ið, sem fyrr seg­ir, rann­sak­að sem til­raun til mann­dráps. Kon­an mun sæta áfram­hald­andi gæslu­varð­haldi fram í miðj­an des­em­ber.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.