Ekk­ert nýtt kom fram

Fréttablaðið - - +PLÚS -

„Mér fannst ekk­ert nýtt koma fram þarna. Ég gagn­rýndi það mjög að innri end­ur­skoð­andi hafi ekki ver­ið lát­inn kynna skýrsl­una sjálf­ur á blaða­manna­fund­in­um því þetta er lagt fram í nafni Innri end­ur­skoð­un­ar Reykja­vík­ur,“seg­ir Vig­dís Hauks­dótt­ir áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í borg­ar­ráði.

Hún gagn­rýn­ir einnig að kjörn­ir full­trú­ar, aðr­ir en þeir sem sitji í stjórn OR, hafi fyrst feng­ið upp­lýs­ing­ar um inni­hald skýrsl­unn­ar í gegn­um fjöl­miðla. „Þetta er nátt­úru­lega gam­alt trix að efna til blaða­manna­fund­ar til að hafa áhrif á nið­ur­stöð­ur og um­ræð­ur í fram­hald­inu. Þannig að mér finnst allt óeðli­legt í sam­bandi við kynn­ingu á skýrsl­unni.“

Þá tel­ur Vig­dís fram­göngu Helgu Jóns­dótt­ur, setts for­stjóra OR, ekki sæm­andi og vís­ar þar sér­stak­lega í um­mæli henn­ar um að jafn­vel eigi að kæra Ein­ar Bárð­ar­son vegna inni­halds tölvu­pósts sem hann sendi stjórn­end­um OR. „Orkuveitan er svo stórt fyr­ir­tæki og á ekki að taka þátt í svo­leið­is leik og setja sjálfa sig nið­ur á þetta plan. Að vera að elt­ast við ein­stak­linga sem eru í sár­um.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.