Hert­ar regl­ur eft­ir svindl

Fréttablaðið - - +PLÚS - – ibs

Hert­ar regl­ur hafa ver­ið sett­ar um eft­ir­lit með og end­ur­greiðslu ferða­reikn­inga norskra þing­manna eft­ir að blað­ið Af­ten­posten greindi frá því fyrr í haust að þing­mað­ur hefði feng­ið end­ur­greidd­ar ferð­ir sem ekki voru farn­ar.

Þing­menn verða nú að gera grein fyr­ir inn­an­lands­ferð­um með því til dæm­is að af­henda ým­is gögn, eins og til dæm­is af­rit af boði til ákveð­ins stað­ar eða við­burð­ar, út­skrift af dag­skrá ráð­stefnu eða skjá­mynd af Face­book um það sem fór fram.

Af­ten­posten greindi frá því í októ­ber að Mazy­ar Kes­hvari, þing­mað­ur Fram­fara­flokks­ins, hefði af­hent ferða­reikn­inga upp á 290 þús­und norsk­ar krón­ur sem gögn fylgdu ekki með. Helm­ing­ur upp­hæð­ar­inn­ar var vegna ferða sem þeir sem hann ætl­aði að heim­sækja vissu ekki af eða vegna ferða sem Af­ten­posten gat sýnt fram á að ekki voru farn­ar. Þing­mað­ur­inn dvaldi nefni­lega í Ósló á sama tíma og þær áttu að hafa ver­ið farn­ar. Þing­mað­ur­inn við­ur­kenndi að hafa feng­ið end­ur­greitt fé sem hann átti ekki að fá.

NORDICPHOT­OS/AFP

Þing­mað­ur­inn hef­ur við­ur­kennt allt sam­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.