Við karl­ar verð­um að ger­ast femín­ist­ar

Magnús Orri Schram hef­ur hald­ið fræðslu­er­indi í meira en þrjá­tíu fyr­ir­tækj­um um femín­isma. „Það er ekki nóg að vera jafn­rétt­issinni,“legg­ur hann áherslu á.

Fréttablaðið - - +PLÚS - FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN [email protected]­bla­did.is

„Ég fjalla um ábyrgð karla í breytt­um heimi og hvet þá til að end­ur­skoða við­horf sín til femín­isma,“seg­ir Magnús Orri Schram sem sit­ur í stjórn UN Women. Hann hef­ur flutt fræðslu­fyr­ir­lestra um jafnréttis­mál, Met­oo-bylt­ing­una og að­stöðumun karla og kvenna í sam­fé­lag­inu.

„Fyrsta er­ind­ið hélt ég fyr­ir rúmu ári hjá Síld­ar­vinnsl­unni í Nes­kaup­stað,“seg­ir Magnús. Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins tóku nið­ur nekt­ar­daga­töl á vinnusvæði sínu eft­ir fræðslu­fyr­ir­lest­ur­inn.

„Síð­an þá hef ég far­ið í um þrjá­tíu fyr­ir­tæki, hald­ið er­indi á íbúa­fund­um og því um líkt.“

Magnús seg­ist fá góð við­brögð frá körl­um sem hann ræð­ir við. „Ég er karl­mað­ur að veita inn­sýn í jafnréttis­mál. Þeg­ar mið­aldra karl í for­rétt­inda­stöðu tal­ar, þá fær hann allt önn­ur við­brögð en þeg­ar kona tal­ar um sama efni,“seg­ir Magnús Orri og seg­ist telja mik­il­vægt að setja karl­menn bet­ur inn í stöðu kvenna. Fá þá til að skilja bet­ur veru­leika þeirra út frá þeirra sjón­ar­hóli.

Um hvað snýst Met­oo-bylt­ing­in í þín­um huga?

Magnús Orri Schram tal­ar við karla um femín­isma.

„Met­oo-bylt­ing­in snýst um það að kon­ur setja jafn­rétt­is­mál­in á dag­skrá og lýsa því yf­ir að þær ætli ekki að búa við þenn­an veru­leika leng­ur.

Við höf­um eft­ir­lát­ið stelp­un­um að tala um þessi mál hing­að til. En nú er kom­inn tími til að við stíg­um inn í um­ræð­una,“seg­ir Magnús Orri.

Hann seg­ir um­ræð­una oft erf­iða og til­finn­inga­þrungna. „Við heyr­um í hverri Met­oo-sög­unni á eft­ir ann­arri af körl­um sem eru gerend­ur. Marg­ir karl­menn fara í vörn og hugsa með sér: Nú, já, við er­um all­ir vond­ir?

En ég minni þá á að það eru hlut­falls­lega fá­ir karl­ar sem hegða sér svona gagn­vart kon­um. En við er­um hins veg­ar all­ir sek­ir um að taka þátt í karllægri menn­ingu. Það sem skipt­ir máli er að horfa fram á veg­inn og gera bet­ur. Og vera með­vit­að­ir um það að í dag þá bú­um við í öðr­um veru­leika, þar sem ríkja önn­ur gildi og ann­ar húm­or,“seg­ir hann og seg­ir mjög al­gengt að karl­ar bregð­ist við með því að segj­ast vera jafn­rétt­issinn­ar.

„Al­geng­asta varn­ar­við­bragð­ið er: Ég er jafn­rétt­issinni. Ég á dæt­ur. Og þá að Ís­land sé framar­lega í jafn­rétt­is­bar­áttu á heimsvísu. En þá fer ég bara í gegn­um þetta hægt og ró­lega.

Hvernig það eru gerð­ar allt aðr­ar kröf­ur til karla en kvenna. Og und­ir­strika að við karl­ar verð­um að ger­ast femín­ist­ar.

Það er ekki nóg að vera jafn­rétt­issinni. Ég eyði mesta púðr­inu í að fá karla til að skilja að það er ekki bara hægt að segja við kon­ur: Kom­ið bara, sæk­ið um störf­in. Því mæli­kvarð­inn sem við höf­um al­ist upp við er skakk­ur. Við leggj­um upp úr gild­um sem horfa frek­ar til styrk­leika stráka en stelpna. Við met­um karllæga eig­in­leika frek­ar til verð­leika,“seg­ir Magnús Orri sem styðst við ýms­ar stað­reynd­ir máli sínu til stuðn­ings.

„Ég nefni ým­is dæmi til að auka skiln­ing­inn. Til dæm­is úr bíó­mynd­um, þar sem 80-90% þeirra eru skrif­að­ar og er leik­stýrt af körl­um og snú­ast um veru­leika þeirra. Kon­ur eru oft hlut­gerð­ar í sín­um hlut­verk­um og í sam­töl­um í kvik­mynd­um er um­tals­efn­ið oft karl­ar. Við er­um að ala börn­in okk­ar upp í þess­um veru­leika og þess vegna er það ekki af­sök­un að segj­ast vera jafn­rétt­issinni og þú eig­ir dæt­ur. Þú verð­ur að ger­ast femín­isti ef þú vilt í al­vöru stuðla að breyt­ing­um fyr­ir þær.“

80-90% þeirra eru skrif­að­ar og er leik­stýrt af körl­um og snú­ast um veru­leika þeirra. Kon­ur eru oft hlut­gerð­ar í sín­um hlut­verk­um og í sam­töl­um í kvik­mynd­um er um­tals­efn­ið oft karl­ar. Við er­um að ala börn­in okk­ar upp í þess­um veru­leika og þess vegna er það ekki af­sök­un að segj­ast vera jafn­rétt­issinni og þú eig­ir dæt­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.